Kjartan heim í heiđardalinn

  • Fréttir
  • 6. desember 2013

Grindvíkingum er það mikil ánægja að tilkynna að Kjartan Helgi Steinþórsson hefur ákveðið að snúa heim í sitt uppeldisfélag. Á sama tíma er það samt þannig að við hefðum frekar viljað sjá Kjartan vaxa og dafna við að leika körfubolta í USA því það er jú draumur hans og njóta starfskrafta hans seinna meir. En svona er þetta og við lítum á Kjartan sem frábæra viðbót við sterkan hóp.

Kjartan fór til Ohio haustið 2011 sem skiptinemi, þá á sínu 17 ári og lék þann vetur með geysiöflugu liði Warren G. Harding skólanum. Þeir unnu sinn riðil í 1. deildinni og komust í 8 liða úrslit í high school körfuboltanum í Ohio. Kjartan ákvað að taka eitt ár í viðbót í high school körfuboltanum en þrátt fyrir áhuga Warren skólans að halda honum þá eru reglurnar þannig að sem skiptinemi fær leikmaður ekki að spila tvö ár með sama skólanum. Nokkrir skólar höfðu áhuga á að fá Kjartan og endaði hann á að spila fyrir Hampton Roads Academy skólann í Virginíu ríki sem er frekar lítill einakskóli og virtur. Þar var hann einn af burðarásum liðsins og efstur í flestum þáttum tölfræðarinnar. Þetta vakti athygli margra þjálfara í háskólaboltanum og hafði Kjartan úr nokkrum skólum að velja og endaði á að velja 2. deildar háskólann Southwest Baptist í NCAA boltanum.

Skemmst er frá því að segja að þar hefur dvölin þetta haustið verið fullmikið trúarlegs eðlis og minna um gleði og því ekki spennandi að eyða næstu 3 árum þarna. Og því er stefnan tekin heim í uppeldisklúbbinn Grindavík. Stefnan er samt sett út til USA aftur og mun hann freista þess að komast að hjá einhverjum skólanum þegar fram líða stundir. Þangað til er planið að reyna sig í Domino´s deildinni með ríkjandi Íslandsmeisturum sem ætla sér að gera atlögu að þeim titlum sem í boði eru.

Kjartan er 196 cm á hæð, leikstjórnandi / skotbakvörður og mun án efa styrkja lið Grindavíkur í baráttunni sem framundan er.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!