Tillaga ađ breytingu á deiliskipulagi iđnađarsvćđis i9 Mölvík - Lóđ undir gróđurhús

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2013

Bæjarstjórn Grindavíkur auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins i9 í Mölvík samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er fólgin í því að stækka þarf deiliskipulagssvæðið og sameina lóðir fyrir fyrirhugað gróðurhús ásamt því að bæta við skipulagsskilmálum til þess að koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar. 

Breytingartillagan er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur 2010-2030.

Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Skipulagsstofnunar Laugavegi 166, 105 Reykjavík, bæjarskrifstofu Grindavíkur að Víkurbraut 62 Grindavík og á heimsíðu bæjarins www.grindavik.is hér að neðan frá og með 2. desember 2013 til og með 16. janúar 2014.

Þeir sem vilja koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum við breytinguna skulu senda þær eigi síðar en 16. janúar 2014. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 eða senda þær á armann@grindavik.is athugasemdir skulu merktar „Breytingartillaga deiliskipulag - Mölvík".

Bæjarstjórn Grindavíkur vill vekja athygli á að skipulagslýsing fyrir gróðurhús á iðnaðarsvæðinu i5 sem auglýst var í október 2013 fellur úr gildi þar sem að breytt hefur verið um staðsetningu fyrir Gróðurhús. Ný staðsetning er innan deiliskipulagáætlunarinnar sem um ræðir hér að ofan.

Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

 Deiliskipulag-Mölvík-tillaga 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!