Ađgerđaráćtlun gegn einelti á vegum forvarnarnefndar UMFG

  • Fréttir
  • 27. nóvember 2013

Á vormánuðum fór af stað vinna að aðgerðaráætlun eineltis fyrir UMFG á vegum forvarnarnefndar UMFG. Nefndin fór á leit við Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing höfund að bókinni ,,Ekki meir" um aðstoð til að setja saman aðgerðaráætlun til að takast á við einelti innan okkar raða.

 

Forvarnarnefndin stóð fyrir fyrirlestri fyrir foreldra foreldrum á vormánuðum og fengu þjálfarar UMFG afhenda bókina ,,Ekki meir" sem er í raun handbók gegn einelti.

Forvarnarnefnd UMFG ákvað að gera eineltisdaginn 8. nóvember sýnilegan í grunnskóla Grindavíkur og jafnframt í samfélaginu.

Haldnir voru fyrirlestrar fyrir alla nemendur skólans 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-10. bekk og endaði Kolbrún Baldursdóttir fyrirlestrarröðina með hádegisfundi með foreldrum.

Forvarnarnefnd gaf öllum nemendum vinaarmbönd merkt slagorðinu einelti NEI TAKK, 1.bekkur fékk húfu merkta UMFG og slagorðinu og 5.bekkur íþróttabakpoka merkt með nafni og slagorði.

Einnig hafa allir þjálfarar fengið peysu merkta einelti NEI TAKK og er þetta gert til að vekja krakka og fólk til meðvitundar um afleiðingar á þessari óæskilegri hegðun.

Tökum höndum saman og vinnum bug á þessari óæskilegri hegðun.

Forvarnarnefnd UMFG

Stefanía Jónsdóttir
Ægir Viktorsson
Sveinn Árnason

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir