Jólin alls stađar í Grindavíkurkirkju 19. desember

  • Fréttir
  • 27. nóvember 2013

Þann 3. desember hefst hin einstaka tónleikaröð Jólin alls staðar þar sem söngvararnir Greta Salóme, Friðrik Ómar, Heiða Ólafs og Jógvan Hansen heimsækja kirkjur vítt og breitt um landsbyggðina ásamt einvalaliði tónlistarmanna. Þau koma svo sannarlega víða við og eru nú þegar áætlaðir yfir 20 tónleikar. Efnisskráin er hátíðleg en í senn skemmtileg og því tilvalin fyrir alla fjölskylduna.  

Auk þeirra koma fram barnakórar frá hverjum stað fyrir sig. Miðaverði er stillt í hóf og kostar miðinn einungis 3990 kr.

Við verðum Grindavíkurkirkju þann 19. des. kl 18:00,

Miðasala er í fullum gangi á midi.is og hvetjum við fólk til að næla sér í miða í tæka tíð í þeirri kirkju sem þeim er næst. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn svo framarlega sem ekki sé uppselt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál