Skemmtilegt samstarfsverkefni grunnskólans og Króks

  • Fréttir
  • 20. nóvember 2013

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu komu nemendur 7. bekkjar grunnskólans í leikskólann Krók að lesa upphátt fyrir börnin. Þau voru með ljóð eftir Þórarinn Eldjárn í farteskinu og fóru út um allan leikskólann og á útisvæði til að lesa upphátt fyrir stóra og smáa hópa. Mikil gleði og áhugi einkenndi hópinn sem lét sér ekki nægja að lesa einu sinni heldur margoft því þau vildu öll lesa fyrir sem flesta. Þær í eldhúsinu fengu líka sinn skerf og höfðu gaman að. Að launum fengu nemendurnir svo piparkökur sem börnin höfðu bakað.  

Þetta verkefni var liður í undirbúningi að upplestrarkeppni 7. bekkjar og upphaf að gefandi samstarfi á milli skólanna. Það gaf okkur í leikskólanum mikið í svartasta skammdeginu að fá kurteis, skemmtileg og áhugasöm börn sem fönguðu athygli barnanna og dreifðu gleði um leikskólann. Við höfum einnig fengið fréttir af því að börnin hafi komið glöð og ánægð aftur í grunnskólann.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir