Morgunblađiđ fjallar um Grindavík í opnu

  • Fréttir
  • 15. nóvember 2013

Í tilefni 100 ára afmælis Morgunblaðsins fer blaðið hringinn í kringum landið þessa dagana og fjallar ítarlega um landsbyggðina. Í opnu blaðsins í dag er fjalla um Grindavík og þar er víða komið við. Meðal annars er sagt frá sjávarúvegsfyrirtækinu Vísi.

„Nóvember er einn besti mánuður ársins í sjávarútveginum. Það á ekki síst við þessa dagana, þegar aflabrögð eru góð, vinnslan í landi gengur vel og markaðsstarf sömuleiðis," segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík í Morgunblaðinu.

Á bilinu 60-70% afurða fyrirtækisins er saltfiskur sem fer til fastra kaupenda okkar á Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Í umfjöllun um fyrirtækið í Morgunblaðinu í dag segir hann mikla eftirspurn eftir fiski á öllum mörkuðum.

Vísir er eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Heildarkvóti er 16 þúsund tonn; skráður á fimm skip félagsins, það er Pál Jónsson GK, Kristínu GK, Sighvat GK, Fjölni SU, og Jóhönnu Gísladóttur ÍS. Ríflega helmingur aflaheimilda er í þorski og er sótt stíft í hann um þessar mundir. Munar þar talsvert um kvótaaukningu þessa árs, en þar fékk Vísir um 1.000 tonn í viðbót.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!