Héldu ađ vćru bara sjómenn á Íslandi

  • Íţróttafréttir
  • 13. nóvember 2013

,,Það hafa margir blaðamenn og útvarpsstöðvar hringt í mig að undanförnu til að spyrja út í Ísland. Króatar voru hrikalega ánægðir með að mæta Íslandi en ég var það ekki, ég vildi fá Rúmeníu," sagði Juraj Grizelj leikmaður Grindavíkur við Fótbolta.net í dag. Juraj lék með Grindvíkingum í fyrstu deildinni í sumar og hann hefur verið tíður gestur í viðtölum í Króatíu fyrir komandi landsleiki gegn Íslendingum. 

,,Íslenskur fótbolti er vanmetinn í Króatíu. Króatar héldu að það væru bara sjómenn á Íslandi og enginn fótbolti. Allir sem vita að ég spila fótbolta á Íslandi spurðu mig 'hverjir spila fótbolta á Íslandi?" útskýrir Juraj.

,,Núna hefur fólk séð að liðið endaði í öðru sæti í riðlinum eins og við og eru með leikmenn eins og (Gylfa) Sigurðsson í Tottenham og (Kolbein) Sigþórsson í Ajax. Fyrir mánuði voru allt bara sjómenn á Íslandi að mati Króata fyrir utan Eið Smára Guðjohnsen en nú er viðhorfið breytt."

Heldur að Króatar vinni 
Juraj þekkir til beggja landsliða en hann telur að sínir menn í Króatíu muni hafa betur í leikjunum tveimur. Hann segir að nýr landsliðsþjálfari Niko Kovac muni hleypa lífi í liðið.

,,Ég held að Króatía muni vinna. Við vorum mjög lélegir í síðustu fjórum leikjum hjá síðasta landsliðsþjálfara en nú er Niko Kovac kominn upp og allir styðja við bakið á honum."

,,Hann var fyrirliði króatíska landsliðsins og gerði góða hluti í þann stutta tíma sem hann þjálfaði U21 árs landsliðið. Leikmenn hafa trú á honum. Þetta veltur samt allt á leikmönnunum en ekki þjálfaranum. Liðið er gott og það sýndi það á EM í fyrra. Hópurinn er 90% sá sami núna og það er hægt að endurtaka þá frammistöðu. Það þarf samt að gerast núna, það er ekki hægt eftir 1-2 vikur."

Ísland mun leggja sig ennþá meira fram 
Króatar hafa keppt þrívegis á HM og fjórum sinnum á EM og þeir þekkja því að keppa á stórmótum.

,,Króatía hefur spilað á HM og EM og mun líklega gera það aftur í framtíðinni. Ég hef sagt í viðtölum að ef við leggjum okkur 100% fram mun Ísland gera þrisvar sinnum betur því að þeir hafa ekki átt áður möguleika á að fara á stórmót. Öll þjóðin stendur við bakið á liðinu og ég finn fyrir áhuganum þegar að ég tala við vini mína á Íslandi."

Ekki búinn að semja við Grindavík 
Juraj var valinn í lið ársins í 1. deildinni í sumar eftir góða frammistöðu með Grindavík. Á dögunum greindu Grindvíkingar frá því að Juraj yrði áfram hjá félaginu en þessi knái kantmaður segist ekki vera búinn að skrifa undir neitt.

,,Ég er í sambandi við þá en ég er ekki búinn að semja ennþá. Ég vona að ég verði áfram hjá Grindavík en ef ekki þá vonast ég til að vera áfram á Íslandi. Ég kunni vel við mig þar og vill vera þar. Ég er í viðræðum við Grindavík en við höfum ekki náð samkomulagi," sagði Juraj.

,,Ég átti mjög góðan tíma í Grindavík. Aðstæðurnar voru góðar og ég kunni vel við Jankó sem þjálfara. Það er ekkert mál fyrir mig að koma aftur og spila í 1. deildinni. Það er leiðinlegt að við komumst ekki upp í Pepsi-deildina en vonandi fer liðið upp á næsta ári," sagði Juraj sem á eftir að ákveða hvort hann fari á síðari leik Íslands og Króatíu næstkomandi þriðjudag.

,,Þetta er 400 kílómetra ferðalag. Ég og Marinko (Skaricic) fyrrum leikmaður Grindavíkur ætlum að fara ef staðan er jöfn eftir fyrri leikinn. Ef Króatar leiða með tveimur mörkum þá munum við ekki fara."

af fotbolti.net


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir