Lestrarsprettur í Hópsskóla

  • Fréttir
  • 31. október 2013

Lestrarsprettur stendur yfir í 1.-3. bekk dagana 28. október til  11. nóvember.  Þemað er tröll og hefur tröllahelli verið komið upp á gangi skólans. Samkvæmt lestrarstefnu Grunnskóla Grindavíkur  er  markmiðið með lestrarspretti  að:

·  Auka lestrarhraða

·  Auka áhuga á lestri

·  Auka orðaforða

·  Auka lesskilning og hlustun

·  Hvetja nemendur til að lesa sér til gagns og gamans

·  Að kynna ákveðna rithöfunda

Þessi lestur er viðbót við daglegan lestur barnanna í heimalestrarbókum og þarf aðeins að lesa hverja blaðsíðu einu sinni yfir.  Foreldrar mega  einnig lesa fyrir börn sín úr frjálslestrarbókunum. Tilvalið er að leggja leið sína á bókasafnið og sækja þangað nýjar bækur.  Þegar búið er að lesa eina bók má sækja sér stein sem komið er fyrir í tröllahellinum á gangi skólans. 

Vakin er athygli á nýrri lestrarstefnu Grunnskóla Grindavíkur en hana má nálgast á eftirfarandi slóð:

http://www.grindavik.is/gogn/2013/LESTRARSTEFNA_Grunnskola_Grindavikur_7_agust_2013.pdf


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!