Mamma Mía fastur punktur í tilveru Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 30. október 2013

Þorsteinn Finnbogason er 24 ára Grindvíkingur sem hefur samhliða háskólanámi sínu í viðskiptafræði, rekið veitingastaðinn Mamma Mía síðastliðin þrjú ár. Eldri bræður Þorsteins eru eigendur staðarins en yngsti bróðirinn sér um daglegan rekstur. „Þetta er búinn að vera frábær skóli og ég hef í raun lært mun meira um fyrirtækjarekstur með reynslunni heldur en í háskólanum," segir Þorsteinn. Ásamt því að stunda háskólanám og reka veitingastaðinn spilar Þorsteinn körfubolta með Haukum í Hafnarfirði.

Mamma Mía hefur verið fastur punktur í tilveru Grindvíkinga til fjölda ára. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil þar sem pizza spilar aðalhlutverkið en einnig er hægt að fá hamborgara, samlokur, salöt og fisk. Sumarið er alltaf besti tími ársins í veitingabransanum fyrir lítil bæjarfélög og var sumarið í ár gott í ferðaþjónustu í Grindavík. „Opnun Suðurstrandavegar hefur breytt miklu og laðað að sér fleiri ferðamenn í bæinn. Þá er mikilvægt að geta boðið upp á góðan mat á góðu verði," segir Þorsteinn.

Húsnæðið sem hýsir veitingahús Mamma Mía er rúmgott og hefur Þorsteinn nýtt sér rýmið með frumlegum og skemmtilegum hætti. „Mig langaði að skapa skemmtilega barstemningu og ákvað að opna bar fyrir sjómannahelgina þegar bæjarhátíð Grindvíkinga, Sjóarinn Síkáti fór fram. Bærinn iðaði af lífi þá helgi og var fullt út úr dyrum."

Þorsteinn hannaði og innréttaði allt rýmið sjálfur með ákveðinn stíl í huga sem kemur ansi skemmtilega út. Barborðið er gert úr gömlum vörubrettum og á barnum hanga glerkrukkur sem notaðar eru undir drykki. Barinn hefur vakið athygli og birtist umfjöllun um staðinn í Hús og híbýli fyrr í sumar þar sem borgarbúar voru hvattir til þess að gera sér ferð í Grindavík á þennan skemmtilega stað. Varðandi framhaldið segist Þorsteinn ætla að reyna að halda barnum opnum um helgar. „Einnig verða viðburðir á dagskrá við og við í vetur fyrir skemmtanaþyrsta Grindvíkinga," segir Þorsteinn að lokum.

Víkurfréttir.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!