Endurnýting á pappír á Laut

  • Fréttir
  • 21. október 2013

Leikskólinn Laut er Grænfánaskóli. Eitt af þeim verkefnum sem fylgir því er endurnýting t.d. á pappír. Hlíðarbörn og kennarar hafa verið að vinna að skemmtilegu verkefni að undanförnu. Börnin í Hlíð hafa verið að tína ber og ýmsar gerðir laufblaða í náttúrunni í vettvangsferðunum sem þau fara í einu sinni í viku. 

Síðan tættu börnin niður blöð og tóku tættan pappír úr tætaranum og lögðu í bleyti fyrir helgi og á mánudeginum var pappírinn tilbúinn í pappamassagerðina. Bætt var síðan út í pappírsmaukið veggfóðurslími. Börnin mótuðu síðan skálar og skreyttu með berjum og laufblöðum og bíða allir spenntir að sjá útkomuna eftir nokkra daga.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!