Grindavík lagđi Hauka

  • Íţróttafréttir
  • 16. október 2013

Grindavíkurstelpur unnu nokkuð öruggan sigur á Haukum, 73-62, í Grindavík í kvöld í úrvalsdeildinni í körfubolta. Staðan í hálfleik var jöfn í Grindavík en heimastúlkur gengu á lagið í þeim síðari og kláruðu leikinn með sigri.

Á meðan fjórir leikmenn drógu vagninn hjá Grindavík var aðeins einn leikmaður í Haukum sem var allt í öllu. Lele Hardy var ótrúleg í liði Hauka. Hún gerði 31 stig og tók 26 fráköst en það dugði ekki til.

Lauren Oosdyke var með 21 stig og 13 fráköst í liði Grindvíkinga. María Ben Erlingsdóttir gerði 18 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir 16.

Grindavík-Haukar 73-62 (22-17, 20-25, 9-8, 22-12)

Grindavík: Lauren Oosdyke 21/13 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 18/7 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10/9 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/9 fráköst, Alda Kristinsdóttir 0, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!