Jóga og plöntuskođun í Kúadal

  • Fréttir
  • 30. september 2013

Jóga úti í náttúrunni.   Sveppatínsla.  Plöntuskoðun.  Þetta er m.a. viðfangsefni í smiðju í 2. bekk hjá Halldóru Halldórsdóttur kennara og kundalini jógakennara.  Í haust hefur hún farið út í náttúruna með sinn hóp ásamt Helgu Eysteinsdóttur stuðningsfulltrúa.  Kúadalur er svæðið þeirra og þar má einnig finna alls kyns jurtir sem vaxa í hrauninu og gá að sveppum og berjum.  

Vaxandi áhugi er fyrir því í skólanum að vera með útikennslu en þannig kennsla  getur stuðlað að góðri tengingu við nærumhverfið og boðið upp á margvísleg nýstárleg verkefni sem ekki verða til inni skólastofunni.  Þá fá börnin útrás fyrir hreyfingu og gott loft í kroppinn sinn svo er gott að lauma smátt og smátt inn jógaæfingum.   Eins og sjá má á  myndunum njóta börnin kennslustundarinnar úti í guðs grænni náttúrunni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir