Samiđ viđ Grindina ehf. um byggingu annars áfanga íţróttamannvirkja

  • Fréttir
  • 26. september 2013

Grindin ehf. í Grindavík átt lægasta tilboð í annan áfanga í uppbyggingu íþróttamannvirkja en tilboðin voru tekin fyrir í Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Grindina ehf. og leggja samning fyrir bæjarráð til afgreiðslu. Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: 

1. Grindin ehf: 596.430.369.-
2. ÍAV hf: 607.583.714.-
3. HH. Smíði ehf: 637.059.631.-
4. JÁ-Verk ehf: 669.215.607.-
5. Kostnaðaráætlun: 630.332.331.-

Lægstbjóðandi var Grindin ehf. en tilboðið hljóðaði upp á kr. 596.430.369.- eða 94,6% af kostnaðaráætlun.

Afgreiðslu bæjarstjórnar og bókanir um málið má sjá hér í fundargerð bæjarstjórnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir