Blómlegt félagsstarf eldri borgara í Miđgarđi

  • Fréttir
  • 26. september 2013

Stefanía S. Jónsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu Grindavíkurbæjar heldur utan um starfið í Miðgarði sem er félagsmiðstöð eldri borgara á neðstu hæð Víðihlíðar. Hún segir að leiðarljósið í starfinu sé að bjóða upp á fjölbreytt félagsstarf sem höfðar til sem flestra og þannig sé stuðlað að því að rjúfa félagslega einangrun og sem flestum líði vel.

„Við erum með fjölbreytt vetrarstarf í Miðgarði og þá er Félag eldri borgara einnig með ýmsar uppákomur og við vinnum þetta allt í sameiningu. Við byggjum okkar starf aðallega á tvennu, annars vegar listinni og hins vegar hreyfingu. Við bjóðum upp á ýmis námskeið eins og postulín, keramik, útskurð, almenna handavinnu, tvenns konar leikfimi, línudans, bingó, dans og þá fáum við ýmsar heimsóknir frá góði fólki. Á morgnana hittist alltaf góður hópur eldri borgara í fjölnota íþróttahúsinu Hópinu og fer þar í göngu og þá er spiluð félagsvist í safnaðarheimilinu, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef skoðað félagsstarf eldri borgara í öðrum sveitarfélögum og sá samanburður er okkur hagstæður, við erum með virkilega margt skemmtilegt í boði og þar að auki eru öll námskeiðin hjá okkur endurgjaldslaus," segir Stefanía.

Auður hvers samfélags er fólkið sem þar býr. Margir leggja sitt af mörkum til þess að efla félagslíf eldri borgara og vinna óeigingjarnt starf sem stundum fer ekki hátt. Stefanía nefnir Elínu Þorsteinsdóttur starfsmann Miðgarðs sem dæmi en hún er allt í öllu í listanámskeiðunum. Hún kennir m.a. útskurð og postulínsgerð og tekur sjálf þátt í tálgunarnámskeiðum til að geta miðlað því áfram. Þetta á við ýmsa fleiri starfsmenn.

Viljum fá fleiri

Stefanía segir að þátttakan í félagsstarfinu sé góð en hún vilji fá fleiri eldri borgara, 60 ára og eldri, til þess að koma í Miðgarð og taka þátt. Yfirleitt sé það sami hópurinn sem er virkur. Ef ný andlit bætast í hópinn sé það sérstakt ánægjuefni og lagt er upp úr hlýlegum móttökum. Þeir sem koma einu sinni verða svo fastagestir.

„Ég vil endilega fá hugmyndir frá bæjarbúum hvernig við getum eflt starfið okkar enn frekar og fengið enn betri þátttöku. Ef til vill er það þessi gamla ímynd að Víðihlíð sé bara elliheimili sem dregur úr því að fólk komi hingað. Þetta er mikill misskilningur. Hér er félagsmiðstöðin Miðgarður og Víðihlíð þar sem er bæði dagvist-un, hjúkrunardeild og íbúðir. Eftir að Miðgarður var tekinn í notkun hefur umsókn í íbúðirnar í Víðihlíð tvöfaldast sem sýnir okkur að hér líður eldri borgurum vel," segir Stefanía.

Hún hvetur jafnframt alla eldri borgara í Grindavík til þess að ganga í Félag eldri borgara.

Dagskrá eldri borgara:

Viðtalið birtist í Járngerði. Þar er einnig hægt að nálgast dagskrána í miðopnu blaðsins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir