Ladies Circle fundur í Grindavík í kvöld

  • Fréttir
  • 18. september 2013

Ladies Circle opinn fundur í kvöld í Grindavík, Víkurbraut 46 kl. 20:30. Þetta er félagsskapur fyrir konur á aldrinum 18-45 ára sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu.  

Fyrsti LC-klúbburinn var stofnaður á Akureyri 1988 og merki LCÍ er hjól rokksins, sem er tákn kvenna frá gamalli tíð. Hjólinu er skipt upp í sex hjörtu sem tákna:
Vináttu, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleika, jákvæðni og náungakærleika.

Tilgangur samtakanna er m.a. að fræða konur um umhverfi sitt og menningu og það er gert með ýmsum hætti. Klúbbar eru með svokallaðar 3 mínútur sem eru ætlaðar því málefni, sem konum liggur á hjarta hverju sinni eða er efst á baugi hjá þjóðinni á hverjum tíma. Mikilvægt er einnig að klúbbar leggi áherslu á að fá til sín fyrirlesara sem veita innsýn í alls kyns málefni sem geta víkkað sýn LC-kvenna á lífið og tilveruna. Við kynnum okkur t.d. skáldskaparmenningu landsins með því að hafa ljóð eða skáld vetrarins. Ellefu klúbbar eru starfandi á Íslandi, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, einn á Egilsstöðum, einn í Vestmannaeyjum, tveir í Keflavík og fjórir í Reykjavík.

Hægt er að lesa um samtökin á http://www.hun.is/41016/ eða á www.ladies-circle.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!