Gylfi Ćgisson á Mamma mía

  • Fréttir
  • 18. september 2013

Gylfi Ægisson tónlistarmaður spilar í hliðarsal Mamma mía föstudaginn 20. september kl. 21:00. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir, ýmis tilboð í gangi. Sjá nánar hér.

Gylfi Ægisson fæddist og ólst upp á Siglufirði í umróti síldaráranna. Hann fór ungur að spila fyrir sig og kunningja sína og smám saman einnig að semja laglínur og texta. Hann hafði þegar samið mörg lög þegar Hljómsveit Ingimars Eydal tók lag hans, Í sól og sumaryl, til flutnings árið 1972.

Það lag varð sumarsmellurinn það árið og í kjölfarið kom Minning um mann, flutt af Logum frá Vestmannaeyjum.

Árið 1974 kom út breiðskífan Gylfi Ægisson sem rokseldist og fleiri sólóplötur fylgdu í kjölfarið. Árið 1980 kom út fyrsta Halastjörnuplatan af fjórum sem bar nafnið Meira salt. Á henni er eitt vinsælasta lag Gylfa fyrr og síðar, Stolt siglir fleyið mitt. Síðan þá hefur Gylfi samið hvern smellinn á fætur öðrum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir