Skákkennsla á yngsta stigi

  • Fréttir
  • 17. september 2013

Á miðvikudögum frá kl. 14:10 – 14:50 ætlar Siguringi Sigurjónsson að koma í Hópsskóla og kenna skák. Síðastliðið skólaár stóð hann fyrir skáknámskeiði við mjög góðar undirtektir nemenda. Mikill skákáhugi er á yngsta stigi og er því kjörið fyrir þá nemendur sem geta mætt á þessum tíma að auka við þekkingu sína undir leiðsögn skákkennara.

 

 

Skák er meðal annars talin auka hæfni nemenda í stærðfræði og lesskilningi. Þeir sem tefla þurfa að hugsa skýrt og skipulega og halda einbeitingu og ró þrátt fyrir óvæntar uppákomur.  Í skák eflast nemendur í að sjá fyrir hluti og takast á við óvæntar aðstæður.   Nemendur þjálfast í að festast ekki í einni hugsun heldur að leita stöðugt nýrra leiða og lausna við að takast á við ný verkefni, nákvæmlega það sem við þurfum svo oft á að halda í starfi og leik.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir