Tveir fyrir einn hjá Ţorbirni
Tveir fyrir einn hjá Ţorbirni

Á dögunum var Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík kölluð út vegna bíls sem sat fastur í skafli á Suðurstrandarveginum. Þetta þykir alls ekki óvenjulegt á þessum árstíma og var því farið á einum bíl, fólkinu til aðstoðar, að því er segir á vef sveitarinnar. Þegar búið var að losa bílinn og verið var að ganga frá spottum, kom ungur maður fótgangandi úr austri, í strigaskóm, gallabuxum og léttum vindjakka. Hann kvaðst hafa fest bíl sinn snemma í morgun eða seint í nótt.

Maðurinn ásamt tveimur öðrum gistu í bílnum þangað til að það birti en þá ákvað hann að ganga af stað í leit að hjálp. Hann hafði svo gengið í úrhellis rigningu tæplega 5 kílómetra leið þegar hann rakst á björgunarsveitarmennina sem annars hefðu farið til baka til Grindavíkur. Þá átti maðurinn eftir um 12 km göngu til Grindavíkur.

Sem betur fer var nokkuð milt veður þó að það hafi ringt svolítið en ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef veðrið hefði eitthvað breyst. Maðurinn, sem var bæði blautur og kaldur, var því feginn að komast inn í heitan bílinn. Bílinn hans var svo losaður og komst hann farsællega til byggða ásamt ferðafélögum sínum eftir kaldan morgun við suðurströndina. 

 

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur