Tveir fyrir einn hjá Ţorbirni

 • Fréttir
 • 18. mars 2009
Tveir fyrir einn hjá Ţorbirni

Á dögunum var Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík kölluð út vegna bíls sem sat fastur í skafli á Suðurstrandarveginum. Þetta þykir alls ekki óvenjulegt á þessum árstíma og var því farið á einum bíl, fólkinu til aðstoðar, að því er segir á vef sveitarinnar. Þegar búið var að losa bílinn og verið var að ganga frá spottum, kom ungur maður fótgangandi úr austri, í strigaskóm, gallabuxum og léttum vindjakka. Hann kvaðst hafa fest bíl sinn snemma í morgun eða seint í nótt.

Maðurinn ásamt tveimur öðrum gistu í bílnum þangað til að það birti en þá ákvað hann að ganga af stað í leit að hjálp. Hann hafði svo gengið í úrhellis rigningu tæplega 5 kílómetra leið þegar hann rakst á björgunarsveitarmennina sem annars hefðu farið til baka til Grindavíkur. Þá átti maðurinn eftir um 12 km göngu til Grindavíkur.

Sem betur fer var nokkuð milt veður þó að það hafi ringt svolítið en ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef veðrið hefði eitthvað breyst. Maðurinn, sem var bæði blautur og kaldur, var því feginn að komast inn í heitan bílinn. Bílinn hans var svo losaður og komst hann farsællega til byggða ásamt ferðafélögum sínum eftir kaldan morgun við suðurströndina. 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 25. apríl 2018

3. bekkur í heimsókn á Ásabrautinni

Fréttir / 24. apríl 2018

Vatnsleikfimi vor 2018

Grunnskólafréttir / 23. apríl 2018

Útilestur hjá öđrum bekk

Fréttir / 20. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 19. apríl 2018

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 26. apríl

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Starfsdagur á föstudaginn

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Morgunskraf stjórnenda

Fréttir / 17. apríl 2018

Götur Grindavíkur sópađar

Fréttir / 17. apríl 2018

Menninga á Suđurnesjum á Facebook

Fréttir / 17. apríl 2018

Víđavangshlaupinu frestađ til 12. maí

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Vilt ţú taka ţátt í nemendaţingi vegna valgreina?

Nýjustu fréttir

Fimm Grindvíkingar í U15 landsliđum Íslands

 • Íţróttafréttir
 • 25. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 25. apríl 2018

Sumarstörf hjá MAR Guesthouse

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Útsvariđ á enda hjá Grindavík

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Blá peysa međ látúnshnöppum...

 • Bókasafnsfréttir
 • 23. apríl 2018

Skráning hafin í Söngskóla Emilíu

 • Fréttir
 • 20. apríl 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

 • Tónlistaskólafréttir
 • 19. apríl 2018