Sitkagreni ađ Borgarhrauni 18 tré ársins

  • Fréttir
  • 6. september 2013

Við afhendingu Umhverfisverðlauna Grindavíkurbæjar í gær var í fyrsta skipti veitt verðlaun fyrir fallegasta tré ársins á vegum Skógræktarfélags Grindavíkur.  Fyrir valinu varð 35 ára sitkagreni að Borgarhrauni 18 sem sjá má á myndinni. Eigendur eru Ólína S. Ólafsdóttir og Sigurbjörn Smári Gylfason. 

Við verðlaunaafhendinga sagði Ólína að tréð hefði verið farið að láta verulega á sjá. Þau hefðu hins vegar ákveðið að klippa neðan af trénu og við það hefði það tekið vel við sér og skartað sínu fegursta í sumar.

Fram kom að trjáræktun í Grindavík er vel möguleg eins og dæmin sanna. Slíkt krefst talsverðrar vinnu en flestar tegundir dafna með ágætum.

Ólína og Pálmar Örn Guðmundsson frá Skógræktarfélaginu sem afhenti viðurkenninguna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir