Flateyjar-Freyr á ţremur tungumálum! Útgáfuteiti á Bryggjunni

  • Fréttir
  • 28. ágúst 2013

Laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00 verður haldinn útgáfufagnaður á Bryggjukaffi í Grindavík á ljóðabókinni Flateyjar─Freyr. Ljóðfórnir eftir Guðberg Bergsson. Bókin er gefin út af Kind Publishing, útgáfu íslenskudeildarinnar í Winnipeg, og er á íslensku, ensku og þýsku. Þýðendur eru Adam Kitchen og Hans Brückner. Bókina prýða einnig ljósmyndir úr Flatey, þökk sé Guðbergi. Ljóðabókin kom fyrst út á íslensku árið 1978 hjá Máli og menningu. Árið 2007 kom hún út á íslensku og þýsku hjá Martin Schmitz Verlag í Þýskalandi.

Kind Publishing hóf göngu sína 2008 og hefur áður gefið út The Fifth Dimension, safn ljóðaþýðinga Davíðs Gíslasonar sem er bóndi og þýðand á Nýja Íslandi. Hann stundar nú nám í íslenskum fræðum við íslenskudeild Manitóbaháskóla. Kind Publishing er einnig útgefandi a book of fragments, safn textabrota eftir Birnu Bjarnadóttur og myndverka eftir Harald Jónsson, Guy Maddin og Cliff Eyland. Formála skrifar George Toles. Síðar í haust kemur út The Seven Teachings and more eftir Garry (Morning Star) Raven, skrásett af Björk Bjarnadóttur og með myndverkum eftir Gerald Folster. Formála ritar Peter Kulchyski.

Ritstjóri Kind Publishing er Birna Bjarnadóttir. Becky Forsythe er grafískur hönnuður útgáfunnar. Bækurnar eru prentaðar í Odda. Forlagið sér um dreifingu á Flateyjar─Frey.

Frekari upplýsingar: Birna Bjarnadóttir, sími 6973717,  

netfang: birna.bjarnadottir@ad.umanitoba.ca 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir