Siđareglur bćjarstjórnar Grindavíkurbćjar - Ábendingar óskast

  • Fréttir
  • 28. ágúst 2013

Samkvæmt 29. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal bæjarstjórn setja sér siðareglur og hefur bæjarstjórn Grindavíkurbæjar unnið að gerð slíkra reglna undanfarin misseri. 

Meðal annars var haldið málþing um siðareglur á kaffihúsinu Bryggjunni þann 6. maí síðastliðin, þar sem Jón Ólafsson heimspekiprófessor flutti erindi um hlutverk og innihald siðareglna. Málþingið var afar gagnlegt og skilaði sér í góðri umræðu meðal bæjarfulltrúa um siðareglur.

Hlutverk siðareglna er að veita kjörnum fulltrúum leiðsögn við að komast að réttum niðurstöðum um aðgerðir, ákvarðanir og breytni.

Þær eiga jafnframt að stuðla að aukinni fagmennsku og gagnrýnum umræðum innan stjórnsýslunnar um siðferðileg álitamál og gera fólki kleift að leggja mat á eigin hegðun og samstarfsfólks.

Hlutverkið er því í grunninn að hvetja til faglegra vinnubragða og vekja kjörna fulltrúa til umhugsunar um siðferðileg álitamál við ákvarðanatöku. Siðareglur eru hinsvegar ekki lög með viðurlögum.

Bæjarstjórn hefur ákveðið að birta neðangreind drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Grindavíkurbæjar og kalla eftir athugasemdum og ábendingum við þær.

Íbúar eru hvattir til að senda athugasemdir sínar eða ábendingar á netfangið heimasidan@grindavik.is fyrir 11. september næstkomandi.

Drög að siðareglum bæjarstjórnar Grindavíkur 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir