Ćfingatafla sunddeildar UMFG - Ćfingar hefjast í dag

  • Íţróttafréttir
  • 26. ágúst 2013

Æfingar hjá sunddeild UMFG hefjast í dag. Æfingatöfluna má sjá hér. Sunddeild UMFG býður upp á sundnámskeið og æfingar við allra hæfi í vetur, fyrir fólk sem vill koma og læra sundtökin sér til heilsubótar og líka þá sem vilja krefjandi þjálfun með keppni í huga.

Í vetur verður deildin með starfandi sundskóla fyrir börn fædd 2008 og 2009 og einnig verða sundnámskeið fyrir þá sem langar að rifja upp sundtökin og eru þau námskeið ætluð fyrir alla unga sem aldna.

Sunddeild UMFG hefur á tveggja ára fresti farið í æfingabúðir erlendis og er slík ferð áætluð í júlí/ágúst 2014 og er hún fyrir þá sem eru fæddir 2002 og eldri og stunda æfingar af kappi í vetur.
Í vetur verða að minnsta kosti 2 æfingabúðir innanlands auk einna sem verða í Grindavík. 

Þjálfarar Sunddeildar eru:

Magnús Már Jakobsson, yfirþjálfari.
Þjálfar:
2009 árgang
2008 árgang 
1.-5. bekk
Garpa og Sundnámskeið


Helena Ósk Ívarsdóttir, þjálfari.
Fyrrverandi landsliðskona í sundi.
Þjálfar
6.bekk og eldri
afrekshóp

Erla Sif Arnardóttir, aðstoðarþjálfari.
þjálfar
2009 árgang
2008 árgang 
1.-5. bekk

Allar upplýsingar gefur Bjarni Már Svavarsson formaður sunddeildar í síma 8917553 eða netfangið bjarni@umfg.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir