Grindavík styrkti stöđu sína í toppsćtinu

  • Íţróttafréttir
  • 25. ágúst 2013

Grindavík vann gríðarlega flottan útisigur á Leikni í Breiðholti í 1. deild karla með tveimur mörkum gegn einu. Þar með styrkti Grindavík enn frekar stöðu sína á toppnum. Fjórar umferðir eru eftir og fimm lið eiga góða möguleika á sæti í úrvalsdeild.

Stefán Þór Pálsson kom Grindavík yfir á tíundu mínútu með tíunda marki sínu á tímabilinu en hann er markahæstur í deildinni. Leiknir jafnaði metin fljótlega í seinni hálfleik með sjálfsmarki en varamaðurinn Magnús Björgvinsson skoraði sigurmark Grindavíkur tíu mínútum fyrir leiksloks. Sigur Grindvíkinga var fyllilega verðskuldaður.

Staðan í deildinni:

1. Grindavík 18 11 3 4 42:24 36
2. Haukar 18 10 4 4 36:25 34
3. Fjölnir 18 10 4 4 27:20 34
4. BÍ/Bolungarv 17 10 0 7 36:30 30
5. Víkingur R. 18 8 6 4 32:27 30
6. Leiknir R. 18 8 4 6 29:22 28
7. Tindastóll 18 6 7 5 27:27 25
8. Selfoss 18 7 3 8 37:29 24
9. KA 17 6 5 6 21:23 23
10. Þróttur 18 5 2 11 19:29 17
11. KF 18 3 6 9 18:29 15
12. Völsungur 18 0 2 16 14:53 2

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir