Frestur framlengdur í Frístundahandbókina til 25. ágúst

  • Fréttir
  • 23.08.2013
Frestur framlengdur í Frístundahandbókina til 25. ágúst

Líkt og þrjú síðustu ár er fyrirhugað er að gefa út fyrir haustið FRÍSTUNDAHANDBÓKINA þar sem hægt verður að finna upplýsingar um íþrótta- og tómstundafélög sem starfa í Grindavík og það starf sem verður í boði veturinn 2013 - 2014.

Æskilegt er að í handbókinni komi fram helstu upplýsingar um félagið/deildina. Nokkrar línur um starfsemi vetrarins, hverjir eru forsvarsmenn, aðsetur, heimasíða, netfang o.s.frv.

Hjá íþróttafélögum er æskilegt að upplýsingar um æfingatíma (æfingatöflur), hver þjálfar hvaða flokk/aldur o.s.frv. komi fram.

Eftirtalin félög eða félagstarfsemi hafa fengið sendan tölvupóst um að senda efni í handbókina:
- Aðalstjórn UMFG og deildir
- Golfklúbbur Grindavíkur
- Unglingadeildin Hafbjörg
- Björgunarsveitin Þorbjörn
- Slysavarnardeildin Þórkatla
- Kvenfélag Grindavíkur
- Hestamannafélagið Brimfaxi
- Hjónaklúbbur Grindavíkur
- Unghjónaklúbbur Grindavíkur
- Félag eldri borgara
- AA-samtökin
- Grindavíkurkirkja
- Stangveiðifélag Grindavíkur
- Lionsklúbbur Grindavíkur
- Fjáreigendafélag Grindavíkur
- Greip-félag handverksfólks
- Pílufélag Grindavíkur
- Bókasafnið
- Markmið, Skotfélag Grindavíkur
- Rauði krossinn
- Grindjánar, bifhjólaklúbbur

Þeir sem hafa hug á því að vera með upplýsingar um sitt félag eða sína starfsemi þurfa að senda þær á netfangið kreim@grindavik.is. Frestur hefur verið framlengdum til sunnudagsins 25. ágúst nk. Fyrirhugaður útgáfudagur er föstudagurinn 31. ágúst.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Íţróttafréttir / 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

Fréttir / 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 5. júlí 2018

Grindavíkurkonur á taplausri braut

Fréttir / 4. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 3. júlí 2018

Víkurhóp - nýjar lóđir

Íţróttafréttir / 3. júlí 2018

Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna

Fréttir / 2. júlí 2018

Atvinna - Bćjarstjóri Grindavíkurbćjar