Tóku gestina međ til öryggis

 • Fréttir
 • 21. ágúst 2013
Tóku gestina međ til öryggis

 

„Ég veit ekki hvort heimsfrægðin er handan við hornið, en við höfum alla vega gríðarlega gaman af þessu," segir Eiríkur Dagbjartsson, söngvari með hljómsveitinni The Backstabbing Beatles við Morgunblaðið í dag. Sveitin leikur eingöngu bítlalög og náði mest 55 lögum á einu kvöldi í Grímsey fyrir tveimur árum.

Bræðurnir; Einar flugstjóri hjá Icelandair, Eiríkur útgerðarstjóri hjá Þorbirninum, Jón Gauti, umboðsmaður Olís í Grindavík, og Sigurbjörn Daði, sjómaður á Hrafni Sveinbjarnarsyni, skipa sveitina ásamt Dagbjarti, syni Einars og flugmanni hjá Icelandair. Nýverið bættist vinur Dagbjarts, Atli Þorvaldsson flugmaður og hljómborðs/píanóleikari, í hópinn. Fleiri frændur og vinir hafa spilað með þeim og fyrsti bassaleikarinn var Garðar Alfreðsson í Grímsey.

Barnalæknir og fótboltahetja

Á vel heppnuðu balli í Flatey á Breiðafirði um síðustu helgi voru aðstoðarmenn þeir Þórólfur Guðnason barnalæknir og Leifur Geir Hafsteinsson, fótboltahetja úr Eyjum. Þeir tengjast fjölskylduböndum og segir Eiríkur að sennilega verði nýliðarnir frá síðustu helgi æviráðnir.

Sveitin æfir óreglulega, en hefur komið fram frá árinu 2010. Þann tíma hefur Einar ekki komið bíl sínum í bílskúrinn sinn í Grindavík!

Vinnudagar voru í Svefneyjum um helgina, en eyjarnar eru í eigu foreldra bræðranna, Dagbjarts Einarssonar útgerðarmanns og Birnu Óladóttur, á móti Gissuri Tryggvasyni. Sú hugmynd fæddist fyrr í sumar að slá upp balli í Flatey í tengslum við vinnudagana. Síðdegis á laugardag voru græjur því fluttar yfir í Flatey og um 30 manns af þeim rúmlega 40 sem tóku þátt í vinnudögunum.

„Við vildum vera öruggir með að spila ekki fyrir tómu húsi og tókum því fólkið með okkur," segir Eiríkur. „Eftir dúndurball var fólk ferjað yfir í Svefneyjar í tveimur ferðum í svartamyrkri um nóttina. Það var svolítið pauf að sigla til baka með hópinn, því leiðin er þröng og þarfnast þekkingar. Þetta gekk þó vel og ekki er verra að flestir í hópnum eru ýmist skipstjórnarlærðir eða flugmenn. Við vorum búnir að undirbúa þetta vel og vorum á fínum báti, sem Kristinn Nikulásson, fyrrverandi eigandi Svefneyja, á. Báturinn heitir Gimburey og er gamall Flugfiskur.

Þar sem engin bryggja er í Svefneyjum var brambolt og bauk að koma öllum heim, en af legunni var fólk flutt í land á jullum. Við höfum óskaplega gaman af svona stússi, það er sjálfsagt eyjagenið frá Grímsey og mömmu, sem er rótin að þessu. Svo er tónlistin bara bónus."

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 18. október 2018

Vinaliđaverkefniđ komiđ af stađ

Tónlistaskólafréttir / 17. október 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

Íţróttafréttir / 16. október 2018

Aukaađalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

Grunnskólafréttir / 12. október 2018

Starfsmenn Akurskóla komu í heimsókn á bleikum degi

Fréttir / 11. október 2018

Sviđamessa  Lions föstudaginn 19. október

Lautafréttir / 10. október 2018

Bleikur dagur í Lautinni - föstudaginn 12. október

Grunnskólafréttir / 10. október 2018

Vanda Sigurgeirsdóttir kemur í heimsókn

Íţróttafréttir / 9. október 2018

Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30

Fréttir frá Ţrumunni / 8. október 2018

Vel heppnađ opnunarpartý Ţrumunnar

Grunnskólafréttir / 5. október 2018

Brunaćfing í Grunnskóla Grindavíkur

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Haustmót yngri iđkenda í júdó 2018 - breytt dagskrá

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Grindvíkingar mörđu sigur á nýliđunum

Fréttir / 5. október 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir frá Ţrumunni / 4. október 2018

Bakarí í skólanum annan hvern föstudag

Bókasafnsfréttir / 4. október 2018

"Geđveikar húsfreyjur" - umfjöllun um Dalalíf og Ljósu

Nýjustu fréttir 11

Kroppast úr knattspyrnuliđi Grindvíkinga

 • Íţróttafréttir
 • 17. október 2018

Leikskólakrakkar í heimsókn í tónlistarskóla

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. október 2018

Atvinna - Byggingarfulltrúi

 • Fréttir
 • 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

 • Íţróttafréttir
 • 11. október 2018

Börnin í fyrsta bekk fengu gefins körfubolta

 • Grunnskólafréttir
 • 10. október 2018

Leikskólakörfuboltaćfingar hefjast í dag

 • Íţróttafréttir
 • 9. október 2018

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

 • Íţróttafréttir
 • 8. október 2018