Metabolic Helga Jónasar slćr í gegn

  • Fréttir
  • 21. ágúst 2013
Metabolic Helga Jónasar slćr í gegn

Metabolic æfingakerfið hefur slegið í gegn á landsvísu undanfarin misser. Grindvíkingurinn Helgi Jónas Guðfinnsson fór af stað með Metabolic vorið 2011. Metabolic æfingakerfið hafði verið í undirbúningi og þróun í höfði Helga Jónasar í þó nokkurn tíma áður en það leit dagsins ljós vorið 2011. Það hafði lengi verið draumur Helga að geta boðið þjálfurum og almenningi uppá hágæða æfingakerfi sem væri markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. 

Upphaflega var kerfið einungis í boði í Grindavík og síðar einnig í Reykjanesbæ. Fljótlega fór boltinn að rúlla. Þjálfarar hvaðanæfa af landinu fóru að hafa samband og sýna æfingakerfinu áhuga.

„Við byrjuðum á Álftanesi og í Vestmannaeyjum um veturinn og haustið 2012 urðu Metabolicstaðirnir 11 talsins. Framtíðarmarkmið okkar er að þjóna enn fleiri stöðum á Íslandi en við erum líka farin að horfa hýru auga til þess að bjóða uppá æfingakerfið erlendis. Við sem stöndum að Metabolic höfum mismunandi bakgrunn og menntun en öll höfum við mikla reynslu af störfum í kringum þjálfun," segir á heimasíðu Metabolic.

Helgi hefur yfirumsjón með gæðum og þróun á Metabolic æfingakerfinu. Helgi skrifar öll æfingakerfin og þjálfar einnig sjálfur í Grindavík og í Reykjanesbæ.


Helgi er fæddur 18. apríl 1976. Giftur Arnfríði Kristinsdóttir og saman eiga þau Arnór Tristan og Anítu Rut. Helgi er hvað þekktastur fyrir að spila og þjálfa körfubolta. Hann var atvinnumaður í körfubolta um tíma í Hollandi og Belgíu en hætti vegna bakmeiðsla. Hann spilaði þó eitt tímabil með Grindavík 2009 en 2012 þjálfaði hann í fyrsta sinn úrvalsdeildarlið og skilaði hann Grindvíkingum Íslandsmeistaratitli.
Metabolic byrjaði sama veturinn og eignaðist hug hans og hjarta. Hann ákvað að hætta körfuboltaþjálfuninni til að geta einbeitt sér að Metabolic en sinnir þó áfram aðstoðarlandsliðsþjálfun.

Undanfarin ár hefur Helgi eytt miklum tíma í að mennta sig á sviði þjálfunar en mottó hans í lífinu er "Never stop learning" og honum þykir mikilvægt að fólk haldi áfram að lesa og bæta við sig menntun. Vilji fólk verða á toppnum á sínu sviði þá þarf að endurmennta sig, annars dregst það bara aftur úr.
Helgi hefur kennt þjálfun við ÍAK einkaþjálfaranám Keilis frá árinu 2007 og nýtur þar mikilla vinsælda meðal nemenda.

Helgi skrifaði bókina „Your Ultimate Fat Loss System". Bókin endurspeglar hans hugmyndafræði um hvernig eigi að léttast. Mikil vinna var lögð í bókina en hún byggir að mestu á niðurstöðum vísindalegra rannsókna um þjálfun og næringu. Í bókinni er þung áhersla lögð á sálræna þáttinn, þ.e. hvernig eigi að undirbúa sig andlega fyrir breytingu á lífsstíl en Helgi telur að ef sálræni þátturinn er ekki tekinn inn í undirbúninginn eru miklar líkur á að lífsstílsbreytingin mistakist.

Æfingar Metabolic í Grindavík eru í íþróttahúsinu. Nánari upplýsingar um þær má sjá hér.

Nánari upplýsingar um Metabolic má sjá hér á heimasíðu fyrirtækisins.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. janúar 2019

Fjör í snjónum

Fréttir / 18. janúar 2019

Grindavíkurbćr óskar eftir tölvumanni

Fréttir / 18. janúar 2019

Lausar stöđur viđ Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 17. janúar 2019

Hreyfing 2019 - Zumbafitness

Grunnskólafréttir / 14. janúar 2019

Stjörnuhópar í heimsókn

Fréttir / 14. janúar 2019

Metađsókn á Ţorrablót Grindvíkinga

Fréttir / 11. janúar 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 10. janúar 2019

Menningarvikan 2019 verđur 9. - 17. mars

Fréttir / 10. janúar 2019

Lokađ viđ Stamphólsveg fram ađ hádegi

Fréttir / 9. janúar 2019

Hreinlćti og góđ ţjónusta mikilvćgast

Fréttir / 9. janúar 2019

Icelandic courses - Grindavík

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 8. janúar 2019

Hreyfing 2019 - CrossFit

Fréttir / 7. janúar 2019

Árleg flöskusöfnun um nćstu helgi