Rútuferđir til og frá Grindavík fyrir námsfólk og vinnandi fólk á höfuđborgarsvćđinu

  • Fréttir
  • 21.08.2013
Rútuferđir til og frá Grindavík fyrir námsfólk og vinnandi fólk á höfuđborgarsvćđinu

Athygli er vakin á því að Grindvíkingar sem sækja skóla og vinnu á höfuðborgarsvæðinu, geta áfram ferðast með rútu til og frá Grindavík á hagkvæman og þægilegan hátt. Boðið verður upp á rútuferð frá Grindavík kl. 06:45 á morgnana þar sem farþegum er ekið að Reykjanesbrautinni þar sem farið er í aðra rútu á vegum Reykjanes Express sem fer til höfuðborgarsvæðisins.

Að loknum vinnudegi er boðið upp á ferð úr Reykjavík kl. 17:00 og alla leið til Grindavíkur (skipt um rútu við Grindavíkurveg). Rútan sem fer Grindavíkurveginn er endurgjaldslaus en hægt er að kaupa afsláttarkort á hagstæðu verði fyrir Reykjanes Express rútuna á skrifstofu Grindavíkurbæjar. 

Námsfólk fær enn meiri afslátt. Stakir miðar eru seldir í Reykjanes Express rútunni.  

Auk ofangreindra ferða eru ferðir í boði milli Grindavíkur og Reykjavíkur á vegum Kynnisferða. Nánari upplýsingar eru www.rexbus.is

Allar ábendingar um nýja tíma og annað sem betur mætti fara varðandi almenningssamgöngur Grindvíkinga eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið tölvupóst á thorsteinng@grindavik.is

Sjá nánar um áætlunarferðir hér.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Íţróttafréttir / 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

Fréttir / 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 5. júlí 2018

Grindavíkurkonur á taplausri braut

Fréttir / 4. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 3. júlí 2018

Víkurhóp - nýjar lóđir

Íţróttafréttir / 3. júlí 2018

Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna

Fréttir / 2. júlí 2018

Atvinna - Bćjarstjóri Grindavíkurbćjar