Ferđaţjónustan á Reykjanesi

  • Fréttir
  • 13. ágúst 2013

Nú fer að líða að haustverkum í ferðaþjónustunni. Ferðsýningar og kynningar á möguleikum í þjónustu og upplifunum sem svæðið hefur að bjóða eru í fullum undirbúningi. Markaðsstofa Reykjaness mun kynna svæðið á laugarveginum á menningarnótt þann 24. ágúst í Reykjavík ásamt markaðstofum landshlutanna.

Reykjanesið verður sérstaklega kynnt á jarðvangsráðstefnu á Ítalíu í byrjun september auk þess sem markaðsstofan hefur tryggt sér þátttöku í VestNorden á Grænlandi. En uppselt er á þá kaupstefnu og mörg fyrirtæki á biðlista. Þá er verið að vinna að kortlagningu ferðaþjónustu á Reykjanesi sem kemur til með að nýtast í hvers konar vöruþróun á svæðinu í framtíðinni.

Markaðsstofan í samstarfi við Hekluna mun bjóða fyrirtækjum í hvers konar rekstri á kynningarfund með Íslandsstofu í september. Þar mun Íslandsstofa kynna starfsemi sína á öllum sviðum útflutnings, ráðgjafar og í kynningarmálum. Fundurinn verður auglýstur betur þegar nær dregur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál