Íslensku BIOEFFECT húđvörurnar slá í gegn í Suđur-Afríku

  • Fréttir
  • 12. ágúst 2013

Íslensku Húðdroparnir frá líftæknifyrirtækinu Sif Cosmetics, sem notast við Frumuvaka sen er framleiddur í byggi sem er ræktað í hátæknigróðurhúsi ORF Líftækni í Grindavík, eru nú fáanlegir á um hundrað útsölustöðum í Suður-Afríku. 

Gengið hefur verið frá samningum við Imbalie Beauty Inc, eina stærstu snyrtistofukeðju þar í landi, um sölu og dreifingu á BIOEFFECT húðvörunum. Salan hefur gengið vonum framar allt frá því að vörurnar voru fyrst kynntar í vor og S-Afríka er nú þegar orðinn mikilvægur markaður fyrir vörur fyrirtækisins.

Yfir 700 manns sóttu glæsilegar kynningar sem nýlega voru haldnar á BIOEFFECT í fjórum borgum Suður-Afríku: Jóhannesarborg, Pretoríu, Durban og Cape Town. Fjölmiðlafólk, verslunareigendur og innkaupastjórar voru meðal þeirra sem boðið var að kynna sér þessar einstöku vörur frá Íslandi.
Á kynningunum útskýrði Dr. Björn Örvar, framkvæmdastjóri rannsókna og vöruþróunar, vísindin að baki einstakri virkni BIOEFFECT húðvaranna. Mikil áhersla var lögð á íslenskan uppruna varanna sem endurspeglast í hreinleika og gæðum þeirra. Björn svaraði fjölmörgum fyrirspurnum frá áhugasömum gestum og greinilegt var á viðbrögðum að varan sló í gegn meðal boðsgesta. Í kjölfar kynninganna hefur verið fjallað um BIOEFFECT húðvörurnar í vinsælustu tímaritum S-Afríku.
Húðvörurnar frá Sif Cosmetics eru nú seldar í yfir 400 verslunum í yfir tuttugu löndum víðs vegar um heim undir vörumerkinu BIOEFFECT. Þeirra á meðal eru margar þekktustu snyrtivöru- lífstíls- og stórverslanir heims, á borð við Colette í París, Selfridges í London, Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og La Rinascente í Mílanó. 


Mynd:
• Bjorn w Imbalie: Dr. Björn Örvar með stjórnendum Imbalie Beauty, dreifiaðilum BIOEFFECT húðvaranna í S- Afríku.


Um BIOEFFECT

BIOEFFECT húðvörurnar eru byltingarkennd nýjung á alþjóðlegum snyrtivörumarkaði. Einstök virkni þeirra byggir á áratuga rannsóknum á líffræði húðarinnar og erfðatækni sem þróuð er af ORF Líftækni, móðurfélagi Sif Cosmetics. BIOEFFECT vörurnar eru fyrstu húðvörurnar sem innihalda EGF frumuvaka sem framleiddur er í plöntum. EGF er prótein sem húðfrumur nota til að senda skilaboð sín á milli um að hraða endurnýjun húðarinnar og auka framleiðslu kollagens. Frumuvakinn er framleiddur í byggi sem er ræktað í hátæknigróðurhúsi ORF Líftækni í Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál