Grunnskóli Grindavíkur - upphaf skólastarfs

  • Fréttir
  • 12. ágúst 2013

Undirbúningur skólastarfs er nú í fullum gangi. Kynningarfundur fyrir forráðamenn barna sem hefja skólagöngu í 1. bekk í haust var haldinn miðvikudaginn 7. ágúst. Á fundinn mættu um 70 manns og fóru þær Ásrún Kristinsdóttir deildarstjóri og Ragnhildur Birna Hauksdóttir leikskólaráðgjafi á Skólaskrifstofunni yfir helstu atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við upphaf skólagöngu.  

Í dag (mánudag) eru kennarar skólans á námskeiði sem heitir „Læsi til náms". Námskeiðið er framhald af Orð af orði verkefninu sem við byrjuðum á síðastliðið haust. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jenný Gunnbjörnsdóttir forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar við HA. 

Allir starfsmenn eru boðaðir á starfsmannafund fimmtudaginn 15. ágúst kl. 9:00. 

Skólaselið verður starfrækt í vetur fyrir nemendur 1. - 3. bekkja og þeir sem hyggjast nýta sér þjónustu Skólaselsins eru beðnir um að skrá nemendur sem fyrst. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hjá ritara skólans á Ásabrautinni. Einnig verður hægt að skrá hjá Sigurbjörgu í Skólaselinu föstudag 16. ágúst, mánudag 19. ágúst og þriðjudaginn 20. ágúst frá kl. 13:00 - 16:00. Til þess að tryggja vistun þarf umsókn að hafa borist minnst tveimur dögum fyrir fyrsta skóladag. Nánari upplýsingar um Skólaselið fást hjá umsjónarmanni í síma 660-7321 eða í póstfangið sigurbjorg@grindavik.is eftir 15. ágúst. 
Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst næstkomandi. Fyrirkomulag skólasetningar verður auglýst síðar á heimasíðunni. Skráning nýrra nemenda er á skrifstofu skólans á Ásabraut. 

Umsjónarkennarar veturinn 2013 - 2014 verða sem hér segir:
1. A Anna Lilja Jóhannsdóttir
1. H Helga Kristjánsdóttir
2. H Halldóra Halldórsdóttir
2. M Magnea Ósk Böðvarsdóttir
3. F (2.S) Sigríður Fjóla Benónýsdóttir
3.M María Eir Magnúsdóttir
3. V Sigurveig Margrét Önundardóttir
4. K (3.H) Kristín Gísladóttir
4. V (3.P) Viktoría Róbertsdóttir
4. Þ (3.F) Þuríður Gísladóttir
5. K Kristjana Jónsdóttir
5. S Svava Agnarsdóttir
6. P Pálmi Hafþór Ingólfsson
6. V Vitor H. R. Eugenio
7. JR Jóna Rut Jónsdóttir
7. KM (6.K) Kristín María Birgisdóttir
8. U Unndór Sigurðsson
8. V (7.KM) Valdís Inga Kristinsdóttir
9. G Guðbjörg Gylfadóttir
9. P Páll Erlingsson
10.E Ellert S. Magnússon
10.F Frímann Ólafsson

Skólastjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir