Nýtt fyrirkomulag í Skólaseli í vetur

  • Fréttir
  • 12. ágúst 2013

Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir nemendur í 1. - 3. bekk. Þar gefst foreldrum tækifæri til að lengja veru barna sinna í skólanum eftir að kennslu lýkur til kl: 16:15 eða til kl: 17:00 ef lágmark 10 börn eru skráð að þeim tíma.

Markmið starfsins er að koma til móts við þarfir samfélagsins, foreldra og atvinnulífs með því að skapa börnunum öruggan og notalegan samastað að skóla loknum. Dagurinn skiptist í frjálsan leik úti og inni og skipulagt starf svo sem föndur, leiki ofl. Lögð er áhersla á friðsamleg og jákvæð samskipti barna og fullorðinna og að dvölin geti verið lærdómsrík og skemmtileg.

Lokað er í vetrar- jóla- og páskafríi einnig á árshátíðardegi og vorgleði. Á öðrum skóladögum, þar sem vikið er frá venjulegu skipulagi s.s. á öskudegi og þemadögum opnar Skólasel um leið og dagskrá lýkur. Einhverja starfsdaga yfir árið er opið frá kl. 08:00 - 16:15. En haustið 2013 er lokað starfsdagana 12.september og 21- 22. október. Greiddar eru 310 kr. fyrir hverja klst. frá kl: 8:00 - 13:00 á starfsdegi. Tíminn frá kl:13:00 fellur undir gjaldskrá.

Nýtt fyrirkomulag tekur gildi haustið 2013. 
Til þess að tryggja vistun þarf umsókn um vist í Skólaselið að hafa borist minnst tveimur dögum fyrir fyrsta skóladag þ.e. fyrir 21. ágúst 2013. Sækja þarf um lágmark þrjá daga og þarf vistunartíminn að vera sá sami. Hægt verður að kaupa 15. mínútur yfir heila tímann. Greiða þarf fyrirfram. Sú nýbreytni er að boðið verður upp á miðdegishressingu í stað nestis að heiman.

Ef foreldrar ætla segja upp vistun eða skrá inn ný börn þarf að láta vita minnst 15. dögum fyrir mánaðamót. Umsóknaeyðublöð liggja frammi í Skólaseli og hér á síðunni. Skila þarf umsóknum í Skólasel eða til ritara Grunnskólans Ásabraut. Allar upplýsingar fást hjá umsjónamanni Skólasels í síma 6607321 eða á póstfangið sigurbjorg@grindavik.is eftir 15. ágúst.

Skólasel er staðsett í Hópsskóla:
Sími 420 1188
Farsími 660 7321
Starfsfólk
Hildur Bender
Telma Björnsdóttir
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Sólborg Þorgerður Þorláksdóttir  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!