Bláa Lóniđ sigrađi í Möllernum - hörku barátta um efstu sćtin

  • Fréttir
  • 12. ágúst 2013

Alls 31 sveit tók þátt í Möllernum, golfmóti GG, að þessu sinni sem er aðeins fyrir neðan meðalfjöld síðustu ára. Eins og undanfarin ár er Möllerinn stærsta mótið sem GG heldur ár hvert og er engu til sparað í veitingum og verðlaunum til að gera mótið sem veglegast. Enda hefur það sýnt sig að flestir þátttakendur eru fastagestir í mótinu.

 Veðrið lék að vísu ekki við þátttakendur að þessu sinni. Gekk á með rigningarsudda, en keppendur létu það ekki á sig fá og nutu þess að spila. Margir höfðu það á orði að þetta mót er eitt það allra skemmtilegasta sem þeir taka þátt ár hvert. Mikil barátta var um efstu sætin og svo fór að lokum að þrjár sveitir urðu efstar og jafnar á 41 punkti. Hlutskörpust var þó sveit Bláa Lónsins með flesta punkta á síðustu 6 holunum. Sveitina skipuðu Gerða Hammer GG og Fannar Jónsson GG. Þau fengu í sinn hlut gistingu fyrir tvo með kvöldverði og morgunverði á Northern Light Inn. Í öðru sæti varð EB þjónustan og skipuðu Gunnar Oddgeir Sigurðsson GG og Þuríður Halldórsdóttir GG silfurliðið. Þau hlutu að launum dekurpakka frá Bláa Lóninu og málsverð fyrir tvo í LAVA sal Bláa Lónsins. Í þriðja sæti varð sveit veiði- og skógræktarfélagsins Framness. Sveitina skipuðu þeir Halldór Einir Smárason GG og Guðmundur Ingvi Einarsson GKB. Í þriðja sæti varð. Hlutu þeir að launum gjafabréf í Golfbúð Hafnarfjarðar að upphæð 20 þúsund kr.

Nándarverðlaun hlutu eftirfarandi einstaklingar (makker fékk einnig verðlaun):
2. hola Gerða Hammer 165 cm
5. hola Einar Hannes 205 cm
7. hola Óskar Friðriksson 305 cm
16. hola Annel Þorkelsson 330 cm
18. hola Böðvar Kristinn 358 cm


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!