Tryggđi sér stćrri bát fyrir krókaaflamarkiđ

  • Fréttir
  • 12. ágúst 2013

Stakkavík ehf. í Grindavík er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa nýtt sér reglur sem heimila stækkun krókaaflamarksbáta. Fyrirtækið keypti fyrr á árinu Reyni GK, sem var þá skráður smábátur
með aflamark, 25 brúttótonn að stærð, tæpir 14 metrar á lengd og smíðaður árið 2004.

Báturinn var keyptur á vertíðinni í vetur en lög sem heimiluðu stækkun bátanna voru samþykkt í sumar. Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, sagði í samtali við Fiskifréttir að þeir hefðu keypt bátinn í þeirri von að reglunum yrði breytt og það hefði gengið eftir.

Báturinn hefur fengið nafnið Guðbjörg GK 666 en er skráður sem Reynir GK hjá Fiskistofu þar sem í ljós kom að einkaleyfi er á Guðbjargarnafninu.

Hermann sagði að stærri bátar í krókaflamarkinu gæfu mikla möguleika. Nýi báturinn gæti tekið 20 kör í lest, í stað 10-12 kara sem er algengt hjá krókaaflamarksbátum. Það tryggði betri aflameðferð þegar mikið veiddist. Þá gætu stærri bátar sótt lengra.

Báturinn er ekki yfirbyggður og sagði Hermann að þeir myndu ekki ráðast í neinar breytingar á honum fyrst um sinn að minnsta kosti. Hann yrði gerður út með balalínu í haust.

Nýi báturinn er á makríl í sumar og sagði Hermann að veiðin hefði ekki verið nægilega mikil. Bátnum hefði þó gengið ágætlega í samanburði við stöðuna hjá öðrum bátum sem veiða makríl á handfæri.

Báturinn, sem er með skipaskrárnúmerið 2.500, hefur haft mörg nöfn á stuttum tíma. Hann hét til skamms tíma Árni í Teigi GK, þá Pálína Ágústsdóttir GK, síðan Reynir GK og nú Guðbjörg GK ef það nafn fæst samþykkt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir