Góđ ţátttaka í Codland vinnuskólanum í Grindavík

  • Fréttir
  • 9. ágúst 2013

Dagana 12. – 15. ágúst næstkomandi mun Codland í samvinnu með Íslenska sjávarklasanum og Grindavíkurbæ vera með vinnuskóla í Grindavík um sjávarútveginn. Undirbúningur gengur vel og þátttaka til fyrirmyndar.

Codland vinnuskólinn mun fræða nemendur á efstu stigum grunnskóla, fæddir árin 1998 og 1999, um íslenskan sjávarútveg, fara í vettvangsferðir og vinna verkefni sem tengjast nýsköpun sjávariðnaðarins. Munu fjölmörg fyritæki veita nemendum innsýn í sína starfsemi, þar á meðal má nefna Þorbjörn, Vísi, Stakkavík, Stjörnufisk og Veiðafæraþjónustuna í Grindavík.

Markmið Codland vinnuskólans er að efla áhuga ungra námsmanna á sjávarútveignum og sýna nemendum þau víðfeðmu árhif sem hann hefur á okkar samfélag.

Enn eru nokkur laus pláss og geta áhugasamir kynnt sér skólann á vef Codlands, codland.is/vinnuskolinn. Einnig er hægt að hafa samband á netfangið vinnuskolinn@codland.is

Nánari upplýsingar um Codland vinnuskólann veitir Heiðdís Skarphéðinsdóttir á netfanginu heiddis@sjavarklasinn.is eða í síma 697 4809


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál