Ferlir - Ţorbjörn

  • Fréttir
  • 7. ágúst 2013

Á síðunni ferlir.is er hægt að finna margan fróðleik um sögu, jarðfræði og margt fleira á Reykjanesinu.  Ómar Smári Ármannsson setur inn fróðleiksmola á hverjum degi og í dag er fjallað um Þorbjörn.

"Gengið var á Þorbjörn (Þorbjarnarfell) ofan við Grindavík. Að vísu liggur vegur upp á fellið, sem er hæst 243 m.y.s., en að þessu sinni var ákveðið að ganga upp á það að norðanverðu, upp frá Baðsvöllum. "Þar er Selskógur, eitt af útivistarsvæðum Grindvíkinga. Þar fara fram skemmtanir á vegum bæjarfélagsins auk þess sem skógurinn nýtist til gönguferða. Hann er hluti af stærra útivistarsvæði ofan þéttbýlis sem kallast Þorbjörn - Arnarsetur. Frá Selskógi er ekki langt í Bláa lónið en þangað geta íbúar Grindavíkur einnig sótt útivist.""Selskógur í Þorbirni hefur verið ræktaður upp þó skógrækt ríkisins hafi mælt eindregið gegn skógrækt á flatlendi utan byggðar á Suðurnesjum. Þrjú skógræktarsvæði hafa talist hæf til skógræktar og er Selskógur eitt þeirra. Skógræktarfélag Grindavíkur sér um Selskóg og hefur unnið að ræktun þess myndarlega skógar sem nú er fyrir hendi."

Sjá nánar um Þorbjörn á ferlir.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!