CODLAND VINNUSKÓLINN Í GRINDAVÍK:

  • Fréttir
  • 25. júlí 2013

Íslenski sjávarklasinn verður með vinnuskóla í Grindavík um sjávarútveginn dagana 12. til 15. ágúst frá 8:30 til 12:30 fyrir hádegi. Nemendum sem fæddir eru árin 1998 og 1999 gefst kostur á að taka þátt í því starfi sem verður í boði. Nemendur fá greitt skv. launatöflu unglingavinnunnar í Grindavík. Skráning fer fram á Codland.is/vinnuskolinn og stendur til 7. ágúst.

Codland vinnuskólinn hefur það að markmiði að efla áhuga á sjávarútveginum og sýna nemendum þau víðfeðmu áhrif sem hann hefur á okkar samfélag. Nemendur fá fræðslu um sjávarútveginn, fara í vettvangsferðir og vinna verkefni sem tengjast nýsköpun sjávariðnaðarins. 

HVAÐ VERÐUR GERT?

• Fræðsla um íslenskan sjávarútveg
• Vettvangsferðir í fiskvinnslur og skip
• Starfskynningar 
• Starfsemi frumkvöðla
• Fullvinnsluverksmiðjan Codland
• Verkefni í nýsköpun
• Viðurkenningarskjal
• Gleði og gaman

Sjá nánar hér

Hægt er að finna facebook síðu skólans undir Codland vinnuskólinn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir