Starf sérkennara og stuđningsfulltrúa í Grunnskóla Grindavíkur.

  • Fréttir
  • 19. júlí 2013
Starf sérkennara og stuđningsfulltrúa í Grunnskóla Grindavíkur.

Grunnskóli Grindavíkur auglýsir eftir sérkennurum og stuðningsfulltrúa til starfa á næsta skólaári.  M.a. er um að ræða verkefni á elsta stigi og við leitum sérstaklega eftir karlmanni í starf stuðningsfulltrúa.

Grindavíkurbær er um 2.900 íbúa samfélag í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Í Grindavík er lögð áhersla á fjölskylduvænt umhverfi, íþróttastarf og heilsueflingu í skóla og leikskóla. Starfsmenn Grindavíkurbæjar eru um 170, en bærinn býður upp á alla helstu opinbera þjónustu. Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins, þau eru jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust.

Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 450 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa þannig umhverfi að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu.  Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda.  Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn .

 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.  Umsóknir  skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið halldorakm@grindavik.is  fyrir 31. júlí nk.

 

Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 660-7330.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 26. apríl 2018

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG í kvöld

Íţróttafréttir / 25. apríl 2018

Fimm Grindvíkingar í U15 landsliđum Íslands

Fréttir / 25. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 24. apríl 2018

Sumarstörf hjá MAR Guesthouse

Fréttir / 24. apríl 2018

Útsvariđ á enda hjá Grindavík

Bókasafnsfréttir / 23. apríl 2018

Blá peysa međ látúnshnöppum...

Fréttir / 20. apríl 2018

Skráning hafin í Söngskóla Emilíu

Fréttir / 20. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 19. apríl 2018

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 26. apríl

Tónlistaskólafréttir / 19. apríl 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Starfsdagur á föstudaginn

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Morgunskraf stjórnenda