Jafnt á Akureyri

  • Íţróttafréttir
  • 17. júlí 2013

KA og Grindavík skildu jöfn í lokaleik fyrri umferðar 1.deild karla.  Leiknum lauk 2-2
Grindavík byrjaði leikinn vel og áttu mörg hættuleg færi.  Sandor Matus, markvörður KA, átti góðan leik og kom í veg fyrir að okkar menn voru bara tveimur mörkum yfir eftir 45 mínútur.  Mörk Grindavíkur skoruðu Daníel Leó Grétarsson og Juraj Grizelj.

Góður fyrri hálfleikur dugir ekki til því heimamenn skoruðu tvö í seinni hálfleik og því komu okkar menn með 1 stig frá Akureyri.

Fyrri umferð mótsins er búin og árangurinn góður.  Liðið er bæði að spila skemmtilegan bolta og ná góðum úrslitum.  Grindavík situr efst í deildinni og með þessu áframhaldi munum við sjá Grindavík í efstu deild að ári.  

Haukar og Víkingar eru þó komnir upp að Grindavík með 1 og 2 stigum færra.  Næstu tveir leikir eru einmitt gegn þessum liðum og með hagstæðum úrslitum úr þessum leikjum þá er Grindavík komið í góða stöðu. En fyrst þarf að spila leikina og helst vinna þá.

Umfjöllun fótbolti.net, viðtöl og myndasafn (þar sem myndin hér að ofan er fengin frá)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!