Atvinna - Frístundafulltrúi

  • Fréttir
  • 5. júlí 2013
Atvinna - Frístundafulltrúi

Grindvíkurbær auglýsir starf frístundaleiðbeinanda laust til umsóknar. Frístundaleiðbeinandi mun hafa umsjón með félagsstarfi ungmenna í Grindavík, bæði í félagsmiðstöðinni Þrumunni og í Grunnskóla Grindavíkur. Leitað er að reglusömum, skemmtilegum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Helstu starfssvið:
• Umsjón og ábyrgð á félagsstarfi barna og ungmenna. Annars vegar í félagsmiðstöðinni Þrumunni og hins vegar í Grunnskóla Grindavíkur.

• Umsjón með ungmennaráði Grindavíkur.

• Skipulagning og framvæmd viðburða í samráði við nemendaráð/ungmennaráð.

• Sinnir fyrirbyggjandi starfi s.s. forvörnum og fræðslu.

• Samskipti og samstarf við samstarfsaðila og forráðamenn.


Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg háskólamenntun á uppeldissviði.

• Reynsla af starfi með börnum og ungmennum.

• Stjórnunarreynsla æskileg.

• Sjálfstæði og frumkvæði.

• Skipuleg og fagleg vinnubrögð.

• Góð samskiptahæfni.

• Almenn tölvukunnátta.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags og um er að ræða fullt starf.


• Grindavíkurbær er um 2.900 íbúa samfélag í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Í Grindavík er lögð áhersla á fjölskylduvænt umhverfi, íþróttastarf og heilsueflingu í skóla og leikskóla. Starfsmenn Grindavíkurbæjar eru um 170, en bærinn býður upp á alla helstu opinbera þjónustu. Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins: jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust.


Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur rennur út 19.júlí næstkomandi.

Umsóknir skulu sendar á Grindavíkurbæ, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða með tölvupósti á kreim@grindavik.is merkt; "Starfsumsókn frístundaleiðbeinandi".

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn J. Reimarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar kreim@grindavik.is. Sími 660 7310.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. janúar 2019

Fjör í snjónum

Fréttir / 18. janúar 2019

Grindavíkurbćr óskar eftir tölvumanni

Fréttir / 18. janúar 2019

Lausar stöđur viđ Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 17. janúar 2019

Hreyfing 2019 - Zumbafitness

Grunnskólafréttir / 14. janúar 2019

Stjörnuhópar í heimsókn

Fréttir / 14. janúar 2019

Metađsókn á Ţorrablót Grindvíkinga

Fréttir / 11. janúar 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 10. janúar 2019

Menningarvikan 2019 verđur 9. - 17. mars

Fréttir / 10. janúar 2019

Lokađ viđ Stamphólsveg fram ađ hádegi

Fréttir / 9. janúar 2019

Hreinlćti og góđ ţjónusta mikilvćgast

Fréttir / 9. janúar 2019

Icelandic courses - Grindavík

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 8. janúar 2019

Hreyfing 2019 - CrossFit

Fréttir / 7. janúar 2019

Árleg flöskusöfnun um nćstu helgi