Grćnfáninn afhentur Króki í ţriđja sinn

  • Fréttir
  • 21. júní 2013

Þann 19. júní síðastliðinn fékk heilsuleikskólinn Krókur afhentan Grænfánann í þriðja sinn. Gerður Magnúsdóttir frá Landvernd kom og afhenti fánann og veitti alþjóðlega viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.

 

,,Með umhverfisstefnunni okkar viljum við sýna gott fordæmi og kenna börnunum að þau geta haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Þannig munum við hafa áhrif á að komandi kynslóðir læri að umgangast náttúruna af virðingu. Mikilvægt er að börn upplifi náttúruna af eigin raun og læri að njóta hennar sér til yndisauka. Í leikskólanum er stuðlað að virðingu barnanna fyrir náttúrunni og náttúruvernd og þeim séð fyrir fjölbreyttum möguleikum á að kynnast henni, veðrinu og árstíðunum í fjölbreytileika sínum. Eftir að Grænfánanum var flaggað gengum við fylktu liði í kyrrðardalinn okkar þar sem var sungið, gerðar teygjuæfingar og fengið sér hressingu. Þökkum við foreldrafélaginu fyrir aðstoðina sem og foreldrum og öðrum gestum fyrir að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum með okku," sagði Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri.



Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun