Ný upplýsinga- og frćđsluskilti

  • Fréttir
  • 21. júní 2013

Að undanförnu hefur Grindavíkurbær, meðal annars í samstarfi við Reykjanes jarðvang, HS Orku, Orf-Líftækni og Skógræktarfélag Grindavíkur, sett upp sjö ný upplýsinga- og fræðsluskilti við Ingibjargarstíg, Þorbjarnarfell og á gíghæðinni. 

Þannig geta þeir sem fara Ingibjargarstíg og upp á Þorbjörn og þeir sem koma við á gíghæð, fræðst meira um sitt nánasta umhverfi en skiltin eru bæði á íslensku og ensku. Vandað er til verka en skilti eru sett upp samkvæmt stöðlum Ferðamálastofu.

Eitt fræðsluskiltanna hefur verið sett upp á Þorbjarnarfell og fjallar um Camp Vail, eða ratsjárstöð bandaríska hersins í seinni heimsstyrjöldinni en þar voru braggabúðir bandarískra hermanna og sú saga þykir ansi merkileg. Afráðið var að reisa stöðina á Þorbirni á sínum tíma enda víðsýnt af fjallinu og talið mun fljótlegra að leggja góðan veg þangað upp en út á Reykjanes. Ljóst var að bygging  ratsjárstöðvarinnar yrði tímafrek og var strax ráðist í að koma upp ratsjá á Þórkötlustaðanesi til bráðabirgða. Hófst rekstur hennar 1. september 1941 og var það fyrst bandaríska ratsjárstöðin hérlendis. Vegarlagning upp á Þorbjörn hófst í október 1941 og önnuðust liðsmenn byggingarsveitar flughersins og ratsjársveitarinnar verkið ásamt nokkrum Grindvíkingum. Verkinu lauk í desember og voru síðan reistar búðir í gígnum á fjallinu sem opinn er til norðurs en veitir dágott skjól fyrir öðrum áttum. Í búðunum voru 12 braggar af Nissen-gerð sem fengnir voru frá breska hernum auk nokkurra smærri húsa. Skiltið var unnið í samráði við Friðþór Eydal og Ómar Smára Ármannsson.


Á Ingibjargarstíg hafa verið sett upp tvö vegleg skilti um frumkvöðulinn Ingibjörgu Jónsdóttur. Þá hefur verið sett upp skilti um orkuver HS Orku í Svartsengi, um ORF-Líftækni og um umgengnisreglur í Selskógi.

Á gíghæð hefur verið sett upp skilti um Reykjanes jarðvang.

Þetta er annar áfangi af þremur í skiltagerð Grindavíkurbæjar. Verkefnið hófst á síðasta ári en á næsta ári er áætlað að setja ný og stór innkomuskilti í bæinn við útskot við Grindavíkurveg og Austurveg ásamt fleiri minni skiltum.  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun