Grindavík skellti Ţrótti örugglega

  • Íţróttafréttir
  • 14. júní 2013

Grindavík skellti Þrótti örugglega 3-0 í 1. deild karla og hefur nú þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík gerði í raun út um leikinn með tveimur mörkum með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn en þar voru að verki Jósef Kristinn Jósefsson og Juraj Grizelj.

Grindavík hafði talsverða yfirburði í leiknum og það var Guðfinnur Þórir Ómarsson sem skoraði þriðja markið undir lokin gegn sínum gömlu félögum, eftir undirbúning Jósefs Kristins.

Milan Stefán Jankovic þjálfari gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Denis Sytnik og Daníel Leó Grétarsson byrjuðu en Alex Freyr Hilmarsson og Óli Baldur Bjarnason fóru á bekkinn en Óli Baldur kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Hins vegar meiddist varnarmaðurinn sterki Alen Sutej undir lokin og þurfti að fara út af.

Grindavíkurliðið lítur mjög vel út og hefur spilað ljómandi vel í síðustu leikjum. Liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrstu umferðinni.

Staðan:

1. Grindavík 6 5 0 1 19:6 15
2. Leiknir R. 6 3 3 0 10:5 12
3. BÍ/Bolungarv 5 4 0 1 12:12 12
4. Víkingur R. 6 3 2 1 12:8 11
5. Haukar 5 3 1 1 7:5 10
6. KF 5 1 3 1 8:6 6
7. Selfoss 5 2 0 3 8:9 6
8. Tindastóll 5 1 2 2 5:8 5
9. KA 5 1 1 3 4:8 4
10. Fjölnir 5 1 1 3 7:12 4
11. Þróttur 6 1 0 5 6:11 3
12. Völsungur 5 0 1 4 4:12 1


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun