Skuggamyndir međ tónlistarveislu á Bryggjunni

  • Fréttir
  • 12. júní 2013

Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans ætlar að bjóða uppá sannkallaða tónlistarveislu fimmtudagskvöldið 13. júní kl:21:00 á kaffihúsinu Bryggjunni. Þá munu leika hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans stíga á stokk ásamt þýska slagverkssnillingnum Claudio Spieler.

 Leikin verður hressileg blanda af þjóðlögum frá Grikklandi, Búlgaríu, Makedóníu og Tyrklandi. Fólk þekkir þessa fjörugu og dramatísku tónlist úr sumarfríinu og úr kvikmyndum en þessi tónlist lætur engan ósnortin og oftar en ekki fyllist dansgólfið þegar stuðið er sem mest.

Hljómsveitin verður á ferð og flugi í sumar og munu þeir leika á um 20 tónleikum núna í maí júní og júli og er því óhætt að segja að þeir hafið sjaldan verið betri. Slagverksleikarinn Claudio Spieler er búsettur í Berlin og leikur þar heimstónlist og er mjög virtur í Evrópu heldur hann námskeið og tónleikar á tónlistarhátíðum víða um heim og er óhætt að segja að hér er um að ræða mikinn hvalreka fyrir íslenska tónlistarunnendur.

En Skuggamyndirnar skipa eftir sem áður:
Haukur Gröndal: klarinett
Ásgeir Ásgeirsson: saz baglama, bouzouki og tamboura
Þorgrímur Jónsson bassi
Erik Qvick: slagverk


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!