Golfkennsla barna- og unglinga

  • Fréttir
  • 8. júní 2013

Mánudaginn 10. júní hefst golfkennsla fyrir börn og unglinga. Kennslan verður manudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í sumar:  

· Yngri hópur (6-11 ára) kl. 14:00-15:00 á Rollutúninu
· Eldri hópur (12-16 ára) kl. 15:00-16:00 á æfingasvæðinu við Húsatóftavöll.

Kennari verður Björn Kristinn Björnsson PGA.
Björn hefur undan farin ár starfað í Hraunkoti og Þýskalandi.
Ásamt kennslu barna og unglinga mun GG bjóða upp á byrjendanámskeið fyrir fullorðna og sérstakt kvennanámskeið.

Þau námskeið hefjast einnig í næstu viku:
· Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 10. júní kl. 16:00 og verður í 3x1 klst.
· Kvennanámskeiðið hefst þriðjudaginn 11. júní kl. 16:00 og verður 3x1 klst.
Þeir sem áhuga hafa á að mæta á þessi námskeið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband á netfangið gggolf@gggolf.is til skráningar.

Fyrirhugað er að bjóða upp á fleiri slík námskeið félögum að kostnaðarlausu. 

Skilyrði fyrir þátttökunni er að skrá sig í golfklúbbinn.

Stjórn GG


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir