Einhamar ehf. semur um smíđi á nýjum línubátum

  • Fréttir
  • 30. maí 2013

Útgerðarfélagið Einhamar ehf. í Grindavík og Bátasmiðjan Trefjar ehf. undirrituðu samning nú á dögunum um smíði á tveimur nýjum 15 metra línubátum af gerðinni Cleopatra 50, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Högna Bergþórssyni, tæknilegum framkvæmdastjóra Trefja.

Bátarnir verða útbúnir beitningarvélum frá Tóbis ehf. Aðalvélar bátanna verða af gerðinni Doosan frá Ásafli ehf. Nýju bátunum er ætlað að koma í staðinn fyrir Gísla Súrsson GK-8 og Auði Vésteins SU-88 sem veiða í krókaaflamarkskerfinu.

Einhamar rekur myndarlega ferskfiskvinnslu í Grindavík. Starfsmenn við veiðar og vinnslu eru 60 talsins, þar
af vinna 18 á þremur bátum, þ.e. Gísla Súrssyni, Auði Vésteins og Narfa SU. Fiskvinnsla Einhamars tók á móti 4.200 tonnum af hráefni á síðasta ári og velti um 2 milljörðum króna.

Að sögn Stefáns Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Einhamars, er útlitið gott. Með fjárfestingu í þessum nýju bátum sé horft til betri aðbúnaðar fyrir áhöfn og enn betri meðferðar afla um borð. „Betri aflameðferð er stærsta einstaka breytingin. Við getum látið fiskinn blóðrenna uppi á dekki, haft fiskinn í krapa, verið með
tvöfalda röð af 460 lítra körum og verið lausir við pressuna. Fjórir menn eru um borð og mun fara vel um mannskapinn. Í hvorum báti eru tvær káetur, borðsalur, eldhús og setustofa. Nýju bátarnir gefa möguleika á aukinni sókn og þar af leiðandi jafnari hráefnisöflun," sagði Stefán.  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir