Ljósmyndasýningin Hafiđ í Fókus á Northern Light Inn

  • Fréttir
  • 28. maí 2013

Fókus, félag áhugaljósmyndara í Reykjavík heldur ljósmyndasýningu á hótelinu Northern Light Inn. Sýningin opnar á Sjómannadaginn 2. júní og verður hún opin almenningi til 15. september 2013.

Fókus hefur frá stofnun félagsins haldið fjölmargar ljósmyndasýningar. Náttúra, mannlíf og landslag hafa verið aðalviðfangsefni sýninga félagsins í gegnum tíðina.

Hafið er að þessu sinni viðfangsefnið, mannvirkin, skipin og sjómennirnir sem sækja það enda er hafið samofið lífi þjóðarinnar og hefur verið ljóðskáldum og tónlistarmönnum yrkisefni um langan aldur. Því til heiðurs fylgir hverri mynd texti sem hægt er að tengja við hafið.

Hafið í Fókus var á síðasta ári haldin í Víkinni Sjóminjasafni Reykjavíkur við góða aðsókn.

Fókus
Félag áhugaljósmyndara
www.fokusfelag.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir