Fundur nr. 16

  • Frćđslunefnd
  • 23. maí 2013

 

16. fundur fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. mars 2013 og hófst hann kl. 15:30.


Fundinn sátu: Guðrún Atladóttir, varamaður, Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir aðalmaður, Stefanía Stefánsdóttir varamaður, Þórunn Svava Róbertsdóttir varamaður, Guðbjörg Gerður Gylfadóttir áheyrnarfulltrúi, Halldóra Kr. Magnúsdóttir, Albína Unndórsdóttir, Sigríður G Guðlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hulda Jóhannsdóttir, Inga Þórðardóttir og Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Fundargerð ritaði: Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

 

Dagskrá:

1. 1303059 - Starfs- og kjaraumhverfi tónlistarskóla

Sigrún Grendal kemur inn á fundinn undir þessum lið og gerir nefndinni grein fyrir starfs- og kjaraumhverfi tónlistarskólakennara.

2. 1302067 - Tillögur að breytingum á rekstri skólasels frá og með hausti 2013

Halldóra Kr. Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur kynnir nýjar tillögur um breytingar á rekstri skólasels frá og með hausti 2013. Nefndin lýsir sig samþykka tillögunum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

3. 1303060 - Breytingar á fyrirkomulagi stjórnunar í Grunnskóla Grindavíkur

Halldóra Kr. Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur upplýsir nefndina að staða deildarstjóra á unglingastigi sé laus frá og með næsta skólaári. Þá reifar hún hugmyndir skólastjórnenda á tilfærslu verkefna stjórnenda og hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi stjórnunar í skólanum.

4. 1301043 - Beiðni um að systkinaafsláttur verði samtengdur milli þjónustuþátta dagforeldra, leikskóla og skólasels

Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs leggur fram tillögur að útfærslu syskinaafsláttar á milli þjónustuþátta. Nefndin samþykkir tilllögurnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

5. 1303061 - Kynningar á nýjum þróunarverkefnum

Kynnt eru fyrir nefndinni ný þróunarverkefni sem skólarnir hyggja hrinda í framkvæmd. Hulda Jóhannsdóttir kynnir eftirgreind verkefni: Snemma beygist krókurinn - Úr stöðluðum kynjahlutverkum í kynjajafnrétti, umsókn liggur frammi í Sprotasjóð. Skúlptúra, umsókn liggur frammi hjá menningarráði Suðurnesja. Þá hefur Leikskólinn Krókur verið valinn til að taka þátt í tilraunarverkefni á vegum Landlæknisembættisins sem heilsueflandi leikskóli. Halldóra Kr. Magnúsdóttir kynnir eftirgreind verkefni: Orð af orði - Framhaldsumsókn í Endurmenntunarsjóð grunnskóla. Þá er grunnskólinn orðinn aðili að grænfánaverkefni Landverndar. Þá er verið að ljúka vinnu við heildstæða lestrarstefnu við grunnskólann. Nökkvi Már Jónsson kynnir framhaldsumsókn í Sprotasjóð á vegum skólaskrifstofu vegna innleiðingar nýs námsmats samhliða innleiðingu nýrra aðalnámskráa.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun