Fisktćkniskóli Íslands verđur starfrćktur í Grindavík

 • Skóla og félagsţjónusta
 • 18. mars 2009
Fisktćkniskóli Íslands verđur starfrćktur í Grindavík

Undirbúningsfélag að stofnun Fisktækniskóla Íslands, sem staðsettur verður í Grindavík, var stofnað með formlegum hætti í gær. Fisktækniskólinn er í eigu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Grindavíkurbæjar, mennta- og fræðsluaðila á Suðurnesjum, einstaklinga auk fyrirtækja og stéttarfélaga á Suðurnesjum, á sviði veiða og vinnslu sjávarafla auk fiskeldis en þessir aðilar leggja til stofnframlag. Fulltrúar þessara aðila skrifuðu undir samning um stofnun undirbúningsfélagsins á  bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar en Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Grindavíkurbæjar.

 

 

 

Um nýjan skóla er að ræða á grundvelli laga um framhaldsskóla og framhaldsfræðslu og verður hægt að stunda námið bæði í Grindavík og sem fjarnám.  Undirbúningsfélagið að stofnun skólans er jafnframt samstarfsvettvangur fyrir aðila sem vilja stuðla að uppbyggingu menntunar á sviði fiskeldis, veiða og vinnslu sjávarafla. Fram kom við undirskrift samningsins að það væri vel við hæfi að Fisktækniskóli Íslands hefði heimili í Grindavík enda öflugasti sjávarútvegsbær landsins.

 

Hlutverk Fisktækniskólans er m.a. að efla fagþekkingu, vera ráðuneytum til aðstoðar við uppbyggingu og skipulag náms og fræðslu, stuðla að samstöðu fagaðila um verkefnið, auka nýliðum í greininni, hvetja fyrirtæki í greininni til að taka nema og styðja fyrirtæki í fiskeldi, veiðum og vinnslu sjávarafla að taka á móti nemum. 

 

Stofnun Fisktækniskóla Íslands er hugarfóstur Ólafs Jóns Arnbjörnssonar, rektors í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ólafur Jón hefur fylgt hugmynd sinni fast eftir og tók sér m.a. ársleyfi frá störfum hjá FS til að hrinda henni í framkvæmd.

 

Nú tekur við áframhaldandi vinna hjá undirbúningsfélaginu um að koma skólanum af stað en liður í því ferli er að ná samkomulagi við ríkisvaldið.

 

Myndirnar voru teknar við undirskriftina í gær.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 25. apríl 2018

3. bekkur í heimsókn á Ásabrautinni

Fréttir / 24. apríl 2018

Vatnsleikfimi vor 2018

Grunnskólafréttir / 23. apríl 2018

Útilestur hjá öđrum bekk

Fréttir / 20. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 19. apríl 2018

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 26. apríl

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Starfsdagur á föstudaginn

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Morgunskraf stjórnenda

Fréttir / 17. apríl 2018

Götur Grindavíkur sópađar

Fréttir / 17. apríl 2018

Menninga á Suđurnesjum á Facebook

Fréttir / 17. apríl 2018

Víđavangshlaupinu frestađ til 12. maí

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Vilt ţú taka ţátt í nemendaţingi vegna valgreina?

Nýjustu fréttir

Fimm Grindvíkingar í U15 landsliđum Íslands

 • Íţróttafréttir
 • 25. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 25. apríl 2018

Sumarstörf hjá MAR Guesthouse

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Útsvariđ á enda hjá Grindavík

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Blá peysa međ látúnshnöppum...

 • Bókasafnsfréttir
 • 23. apríl 2018

Skráning hafin í Söngskóla Emilíu

 • Fréttir
 • 20. apríl 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

 • Tónlistaskólafréttir
 • 19. apríl 2018