Fisktćkniskóli Íslands verđur starfrćktur í Grindavík
Fisktćkniskóli Íslands verđur starfrćktur í Grindavík

Undirbúningsfélag að stofnun Fisktækniskóla Íslands, sem staðsettur verður í Grindavík, var stofnað með formlegum hætti í gær. Fisktækniskólinn er í eigu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Grindavíkurbæjar, mennta- og fræðsluaðila á Suðurnesjum, einstaklinga auk fyrirtækja og stéttarfélaga á Suðurnesjum, á sviði veiða og vinnslu sjávarafla auk fiskeldis en þessir aðilar leggja til stofnframlag. Fulltrúar þessara aðila skrifuðu undir samning um stofnun undirbúningsfélagsins á  bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar en Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Grindavíkurbæjar.

 

 

 

Um nýjan skóla er að ræða á grundvelli laga um framhaldsskóla og framhaldsfræðslu og verður hægt að stunda námið bæði í Grindavík og sem fjarnám.  Undirbúningsfélagið að stofnun skólans er jafnframt samstarfsvettvangur fyrir aðila sem vilja stuðla að uppbyggingu menntunar á sviði fiskeldis, veiða og vinnslu sjávarafla. Fram kom við undirskrift samningsins að það væri vel við hæfi að Fisktækniskóli Íslands hefði heimili í Grindavík enda öflugasti sjávarútvegsbær landsins.

 

Hlutverk Fisktækniskólans er m.a. að efla fagþekkingu, vera ráðuneytum til aðstoðar við uppbyggingu og skipulag náms og fræðslu, stuðla að samstöðu fagaðila um verkefnið, auka nýliðum í greininni, hvetja fyrirtæki í greininni til að taka nema og styðja fyrirtæki í fiskeldi, veiðum og vinnslu sjávarafla að taka á móti nemum. 

 

Stofnun Fisktækniskóla Íslands er hugarfóstur Ólafs Jóns Arnbjörnssonar, rektors í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ólafur Jón hefur fylgt hugmynd sinni fast eftir og tók sér m.a. ársleyfi frá störfum hjá FS til að hrinda henni í framkvæmd.

 

Nú tekur við áframhaldandi vinna hjá undirbúningsfélaginu um að koma skólanum af stað en liður í því ferli er að ná samkomulagi við ríkisvaldið.

 

Myndirnar voru teknar við undirskriftina í gær.

 

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur