Áskoranir stjúpfjölskyldna

  • Fréttir
  • 21. maí 2013

Þriðjudaginn 21. maí nk. munu FFGÍR og Suðurnesjavaktin standa fyrir erindi um áskoranir stjúpfjölskyldna. Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi mun koma og halda erindi um helstu áskoranir stjúpfjölskyldna sem eru í raun þær sömu og í öðrum fjölskyldum en að auki þurfa bæði börn og fullorðnir að takast á við ný verkefni og aðstæður sem geta reynt á. 

Þegar skortir upplýsingar um við hverju er að búast og viðurkenningu samfélagsins reynir hver og einn að fóta sig eftir bestu getu og óuppbyggilegar lausnir vilja oft verða til. Í erindinu mun Valgerður fjalla um það hvernig takast megi á við þessar áskoranir á uppbyggilegan hátt.

Valgerður er félagsráðgjafi, MA og formaður Félags stjúpfjölskyldna og ritstýrir einnig vefsíðunni stjuptengsl.is. Hún hefur haldið fjölmörg erindi sem tengjast stjúptengslum, foreldrasamvinnu, og umgengni eftir skilnað m.a. fyrir skóla, foreldrafélög, félagasamtök, og kirkjuna. 
Erindið fer fram í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst klukkan 20.00. Allir velkomnir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir