Viltu vera međ sölubás á Sjóaranum síkáta?

  • Fréttir
  • 16. maí 2013

Viltu vera með sölubás á Sjóaranum síkáta? Boðið er upp á aðstöðu fyrir sölubása á hátíðarsvæðinu. Aðstaðan verður í tveimur uppblásnum tjöldum. Staðsetning: Á lóð Kvikunnar, auðlinda- og menningarhúss Grindavíkur, við Hafnagötu.

Tímasetning:

 

  • Laugardaginn 1. júní frá kl. 13:00-17:00
  • Sunnudaginn 2. júní frá kl. 13:00-17:00

Reglur

  • Heimilt er að selja allan heimagerðan varning. 
  • Bannað er að selja allt matarkyns og einnig sælgæti.
  • Söluaðilar þurfa að koma með eigið borð, tjald og rafmagn.
  • Greiða þarf fyrir aðstöðuna 3.000 kr.

Skylt er að skrá sig með því að senda upplýsingar um;
Nafn - Símanúmer - netfang, og senda á netfangið sjoarinnsikati@grindavik.is. Lokafrestur til skráningar er til og með 24. maí.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir